Handbók SportFengs

LH hefur birt fyrstu útgáfu af handbók mótakerfisins SportFengs. Eins og kerfið er handbókin ný og mun þróast með kerfinu og verða algjörlega frábær á endanum! 

En þá væri gaman að fá ykkar hjálp við það og þá þannig að þið sendið okkur athugasemdir og ábendingar um kerfið og handbókina á lh@lhhestar.is. Þannig vinnum við saman að bættu mótakerfi og bættri handbók fyrir alla til að nota sem einstakt verkefæri við mótahald. 

Skrifstofa LH