Halldór Runólfsson skipaður yfirdýralæknir til næstu fimm ára

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Halldór Runólfsson í stöðu yfirdýralæknis til næstu fimm ára. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Halldór Runólfsson í stöðu yfirdýralæknis til næstu fimm ára.

Halldór var fyrst skipaður yfirdýralæknir 1997 og aftur við breytta tilhögun 2005 þegar embættið var sameinað Landbúnaðarstofnun. Skipunin núna er samkvæmt 4. grein laga um Matvælastofnun. Á myndinni sést Halldór taka við skipunarbréfi úr hendi ráðherra.