Hagyrðingakvöldið tókst frábærlega

Síðastliðið föstudagskvöld var haldið hagyrðingakvöld í Rangárhöllinni og tókst það frábærlega í alla staði. Þeir hagyrðingar sem mættu voru Pétur læknir, Jóhannes Gunnarsstöðum, Hjálmar Freysteinsson Akureyri og Björn Ingólfsson Grenivík, stjórnandi kvöldsins var Magnús Halldórsson Hvolsvelli. Síðastliðið föstudagskvöld var haldið hagyrðingakvöld í Rangárhöllinni og tókst það frábærlega í alla staði. Þeir hagyrðingar sem mættu voru Pétur læknir, Jóhannes Gunnarsstöðum, Hjálmar Freysteinsson Akureyri og Björn Ingólfsson Grenivík, stjórnandi kvöldsins var Magnús Halldórsson Hvolsvelli. Var góð stemmning og skemmtu gestir sér frábærlega enda fjöldi vísna kveðin og mikið hleygið. Þökkum við hagyrðingunum og Magnúsi fyrir að leyfa okkur að njóta kveðskaparins og vonandi verður hægt að gera þetta aftur. Hér fylgir síðan ein vísa sem kveðin var um stjórnanda kvöldsins og var það Hjálmar sem fór með hana.
 
Ég Magnús tel á margan veg
til minna bestu vina
það er vegna þess að ég
þekki hann minna en hina.
 
Með þökk fyrir framtakið
www.rangarhollin.net