Hæfileikamótun LH - umsóknir óskast

21. september 2021
Fréttir

LH auglýsir eftir umsóknum í hæfileikamótun LH veturinn 2021 til 2022, fyrir 14-17 ára (unglingaflokkur). Umsóknarfrestur er til 4. október.

Hæfileikamótun LH 2021-2022 verður með gjörbreyttu sniði frá því sem verið hefur. Lögð verður áhersla á að höfða til metnaðarfullra afreksknapa framtíðarinnar sem m.a. stefna á að keppa fyrir Íslands hönd í framtíðinni.

Hæfileikamótun LH er því leiðin inn í U21 landsliðshóp LH og gefur einnig möguleika á þátttöku í unglingaflokki á Norðurlandamóti 2022.

Drög að dagskrá vetrarins er eftirfarandi:

  • Heimsókn að Hólum í október - Metnaðarfull námshelgi með reiðtímum á skólahestum Hólaskóla ásamt sýnikennslu og fyrirlestrum frá reiðkennurum og öðru fagfólki.
  • Tvær kennsluhelgar eftir áramót - Staðsetning ákveðin í samræmi við búsetu þátttakenda.
  • Kennsla á keppnisvelli - Einn reiðtími í upphafi keppnistímabils utanhúss.
  • Þrír fyrirlestrar.
  • Lokahittingur í maí/júní þar sem allir hittast í hópefli og fræðslu.
  • Þátttaka í viðburðum á vegum landsliðsnefndar og landsliðhópa LH.
  • Knapar í hæfileikamótun fá jakka frá Top Reiter.

Yfirkennari er Sigvaldi Lárus Guðmundsson sem mun kenna öllum hópum ásamt einum aðstoðarkennara hverju sinni.

Umsóknum skal skilað á sérstöku eyðublaði á vefsíðu LH og umsóknarfrestur er til 4. október.

Þátttökugjald er 30.000 kr. fyrir allt árið.

Líflegur hópur í hæfileikamótun LH