Gustur á Gusturum

25. mars 2009
Fréttir
Gustur á Gusturum. Ljósm.: HGG
Síðasta mótið í vetrarmótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fer fram á reiðvellinum í Glaðheimum nk. laugardag 28. mars. Að þessu sinni er mótið opið og fer skráning fram í Helgukoti (litla salnum niðri í reiðhöllinni) frá kl. 11-12 á laugardaginn, en mótið hefst kl. 13. Skráningargjöld eru: Frítt fyrir polla, 500kr. fyrir börn og unglinga og 1.000 fyrir ungmenni og fullorðna. Síðasta mótið í vetrarmótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fer fram á reiðvellinum í Glaðheimum nk. laugardag 28. mars. Að þessu sinni er mótið opið og fer skráning fram í Helgukoti (litla salnum niðri í reiðhöllinni) frá kl. 11-12 á laugardaginn, en mótið hefst kl. 13. Skráningargjöld eru: Frítt fyrir polla, 500kr. fyrir börn og unglinga og 1.000 fyrir ungmenni og fullorðna.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka og keppt í þessari röð:

Pollar (yngri en 10 ára)
Börn (að 13 ára)
Unglingar (14-17 ára)
Ungmenni (18-21 árs)
Konur II (minna keppnisvanar)
Karlar II (minna keppnisvanir)
Heldri menn og konur (+50 ára)
Konur I (meira keppnisvanar)
Karlar I (meira keppnisvanir)

Veitt verða verðlaun fyrir fimm efstu sætin í öllum flokkum, utan pollaflokks þar sem veitt eru þátttökuverðlaun, auk þess sem samanlagðir stigameistarar Gusts eftir þrjú mót verða verðlaunaðir sérstaklega. Keiluhöllin er aðalstyrktaraðili þessa móts og kann Gustur þeim bestu þakkir fyrir.