Gullbjörninn ekki dauður úr öllum æðum

01. maí 2009
Fréttir
Þrír efstu í Meistaradeild VÍS: Sigurður Sigurðarson, Sigurbjörn Bárðarson og Eyjólfur Þorsteinsson.
Sigurbjörn Bárðarson er sigurvegari Meistaradeildar VÍS 2009. Hann skaut yngri keppinautum sínum hressilega ref fyrir rass. Sigur hans var í höfn áður en úrslit í síðustu keppnisgreinni fóru fram. Eyjólfur Þorsteinsson, sem var með 9 stiga forskot fyrir lokamótið, náði ekki nema einu stigi út úr síðustu tveimur greinunum. Sigurbjörn Bárðarson er sigurvegari Meistaradeildar VÍS 2009. Hann skaut yngri keppinautum sínum hressilega ref fyrir rass. Sigur hans var í höfn áður en úrslit í síðustu keppnisgreinni fóru fram. Eyjólfur Þorsteinsson, sem var með 9 stiga forskot fyrir lokamótið, náði ekki nema einu stigi út úr síðustu tveimur greinunum.

Sigurbjörn er aldursforseti Meistaradeildarinnar. Keppnisferill hans spannar orðið meira en fjóra áratugi. Þegar hann var upp á sitt besta fékk hann viðurnefnið „Gullbjörninn“. Hann vann á sínum tíma það frábæra afrek að verða Íþróttamaður Íslands, með stórum staf. Hann er nú kominn vel á sextugs aldurinn. Er með brákaðan hrygg eftir slys fyrir nokkrum árum síðan, en lætur þó hvergi deigan síga.

Sigur hans nú kom ekki svo mikið á óvart. Alla vega ekki þeim sem þekkja hann frá fyrri tíð. Það er ekki öfundsverð staða fyrir þann sem er efstur í keppni fyrir loka orustuna að hafa Sigurbjörn á hælum sér. Eygi hann möguleika á sigri fer hann í óútreiknanlegan ham sjálföryggis og sálfræði, sem hefur áhrif á alla viðstadda. Honum í hag. Og það fékk hinn ungi Eyjólfur Þorsteinsson að reyna í gærkvöldi.

Það var sterkur leikur hjá Sigurbirni að mæta með Grun frá Oddhóli í töltið. Grunur hefur ekki tekið þátt í keppni síðan þeir félagar unnu töltið á LM2006 á Vindheimamelum. En Grunur reyndist ekki bara sigurvegari með gamla stjörnu yfir sér í vitund fólks. Heldur var hann í flottu formi. Þeir tóku salinn með trompi.

Halldór Guðjónsson á Nátthrafni frá Dallandi fékk þó mun hærri einkunn í forkeppninni. Hann heillaði áhorfendur og dómara upp úr skónum á hæga töltinu og fékk 8,50 í aðaleinkunn. Í úrslitum fengu Halldór og Nátthrafn hvorki meira né minna en 9,5 fyrir hæga töltið og allt stefndi í sigur hjá þeim. En Sigurbjörn spilaði vel úr hraðabreytingunum og yfirferðinni. Grunur er flinkur í fótunum og naut yfirburða sinna þar enn betur á þessum knappa velli. Fékk hann 9,0 fyrir hraðabreytingar og 9,17 fyrir yfirferðina. Hinrik Bragason á Hnokka frá Fellskoti varð þriðji í mjög svo spennandi töltkeppni og báru þessir þrír keppendur nokkuð af.

Í forkeppni í fljúgandi skeiði náði Eyjólfur Þorsteinsson ekki tíma inn í úrslit. Hann hafði ekki fengið nema eitt stig út úr töltinu, og þar með var Meistaratitillinn í höfn hjá Sigurbirni. Sigurbjörn hefði því unnið þótt hestur hans hefði ekki náð tíma í úrslitunum í fljúgandi skeiði. En hann var hins vegar ekki á neinni túttu í þeirri grein. Mætti með vekringinn Ás frá Hvoli, sem tengdasonur hans Árni Björn hefur verið með í keppni síðastliðin tvö ár. Eigandi Áss er Kári Stefánsson. Sigurbjörn var með næst besta tímann í forkeppninni, 5,75 sekúndur, og annan besta tímann í úrslitum,5,77 sekúndur.

Það var hins vegar hetjan Drífa frá Hafsteinsstöðum sem hljóp hraðast á skeiðinu, og það ekki í fyrsta skipti. Hún lá þrjá spretti. Fór á 5,60, 5,55 og 5,54 sekúndum. Knapi á Drífu var að sjálfssögðu Sigurður Sigurðarson. Sætur sigur í restina hjá Sigurði, sem hefur ekki átt sama láni að fagna í deildinni í vetur og oftast áður. Má þó minna á að hann vann fjórganginn á Suðra frá Holtsmúla.

Í liðakeppninni var það lið Málningar sem bar sigur úr býtum með 386 stig. Í liðinu voru þeir Valdimar Bergstað, Sigurður V. Matthíasson og Eyjólfur Þorsteinsson. Það munaði hvorki meira né minna 76 stigum á þeim og næsta liði, sem var lið Líflands með 310 stig.


A-úrslit í tölti:
1 Sigurbjörn Bárðarson Lífland Grunur frá Oddhól 8.83
2 Halldór Guðjónsson Lýsi Nátthrafn frá Dallandi 8.67
3 Hinrik Bragason Hestvit Hnokki frá Fellskoti 8.61
4 Valdimar Bergstað Málning Leiknir frá Vakurstöðum 7.94
5 Sigurður V Matthíasson Málning Ábóti frá Vatnsleysu 7.78
6 Ólafur Ásgeirsson Frumherji Jódís frá Ferjubakka 7.44
7 Sigurður Sigurðarson Skúfslækur Kjarnorka frá Kálfholti 7.39

B-úrslit í tölti:
6 Valdimar Bergstað Málning Leiknir frá Vakurstöðum 7.89
6 Ólafur Ásgeirsson Frumherji Jódís frá Ferjubakka 7.89
8 Daníel Ingi Smárason Lýsi Þjótandi frá Svignaskarði 7.61
8 Hulda Gústafsdóttir Hestvit Völsungur frá Reykjavík 7.61
10 Eyjólfur Þorsteinsson Málning Loftfari frá Laugavöllum 7.17

Forkeppni tölt:
1 Halldór Guðjónsson Lýsi Nátthrafn frá Dallandi 8.50
2 Sigurbjörn Bárðarson Lífland Grunur frá Oddhól 7.93
3 Hinrik Bragason Hestvit Hnokki frá Fellskoti 7.80
4 Sigurður Sigurðarson Skúfslækur Kjarnorka frá Kálfholti 7.80
5 Sigurður V Matthíasson Málning Ábóti frá Vatnsleysu 7.50
6 Valdimar Bergstað Málning Leiknir frá Vakurstöðum 7.43
7 Ólafur Ásgeirsson Frumherji Jódís frá Ferjubakka 7.43
8 Eyjólfur Þorsteinsson Málning Loftfari frá Laugavöllum 7.33
9 Hulda Gústafsdóttir Hestvit Völsungur frá Reykjavík 7.30
10 Daníel Ingi Smárason Lýsi Þjótandi frá Svignaskarði 7.27
11 Ísleifur Jónasson Lýsi Röðull frá Kálfholti 7.13
12 Sigursteinn Sumarliðason Frumherji Alfa frá Blesastöðum 7.10
13 Bylgja Gauksdóttir Lífland Pipar-Sveinn frá Reykjavík 7.03
14 Ragnar Tómasson Top Reiter Brimill frá Þúfu 7.00
15 Jóhann G. Jóhannesson Hestvit Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu 7.00
16 Jakob S Sigurðsson Skúfslækur Hvinur frá Egilsstaðakoti 6.93
17 Daníel Jónsson Top Reiter Fursti frá Stóra-Hofi 6.67
18 Camilla P Sigurðardóttir Skúfslækur Sveindís frá Kjarnholtum I 6.43
19 Viðar Ingólfsson Frumherji Glóð frá Efstu-Grund 6.43
20 Agnar Þór Magnússon Lífland Blæja frá Skáney 5.10



100m skeið
(Tíu efstu komust í úrslit)

1 Sigurður Sigurðarson Skúfslækur Drífa frá Hafsteinsstöðum 5.60 / 5.54
2 Sigurbjörn Bárðarson Lífland Ás frá Hvoli 5.75 / 5.77
3 Ragnar Tómasson Top Reiter Isabel frá Forsæti 5.80 / 5.80
4 Sigurður V Matthíasson Málning Snjall frá Gili 5.95 / 5.84
5 Daníel Ingi Smárason Lýsi Óðinn frá Efsta-Dal 1 5.99 / 5.90
6 Valdimar Bergstað Málning Orion frá Lækjarbotnum 6.09 / 5.92
7 Sigursteinn Sumarliðason Frumherji Blær frá Eyjarhólum 6.15 / 5.96
8 Jóhann G. Jóhannesson Hestvit Ákafi frá Lækjarmóti 6.03 / 5.98
9 Agnar Þór Magnússon Lífland Vorboði frá Höfða 6.14 / 6.10
10 Viðar Ingólfsson Frumherji Hreimur frá Barkarstöðum 6.00 / 0.00

11 Jakob S Sigurðsson Skúfslækur Felling frá Hákoti 6.20
12 Hulda Gústafsdóttir Hestvit Saga frá Lynghaga 6.24
13 Daníel Jónsson Top Reiter Víf frá Grafarkoti 6.27
14 Eyjólfur Þorsteinsson Málning Storð frá Ytra-Dalsgerði 6.29
15 Camilla P Sigurðardóttir Skúfslækur Lukkublesi frá Gígjarhóli 6.45
16 Ólafur Ásgeirsson Frumherji Vivaldi frá Presthúsum II 6.49
17 Hinrik Bragason Hestvit Tumi frá Borgarhóli 6.61
18 Halldór Guðjónsson Lýsi Ormur frá Dallandi 6.66
19 Bylgja Gauksdóttir Lífland Trostan frá Auðsholtshjáleigu 6.83
20 Ísleifur Jónasson Lýsi Flauta frá Lambhaga 0.00

Einstaklingskeppni
(Tólf efstu knapar komast sjálfkrafa áfram í Meistaradeildinni).
  
1 Sigurbjörn Bárðarson  Lífland 69
2 Eyjólfur Þorsteinsson  Málning 57
3 Sigurður Sigurðarson  Skúfslækur 50
4 Hinrik Bragason  Hestvit 46
5 Valdimar Bergstað    Málning 41
6 Sigurður Vignir Matthíasson  Málning 34
7 Viðar Ingólfsson  Frumherji 32
8 Jakob S. Sigurðsson  Skúfslækur 26
9 Ísleifur Jónasson  Lýsi 21
10 Hulda Gústafsdóttir  Hestvit 20.5
11 Daníel Ingi Smárason  Lýsi 19.5
12 Sigursteinn Sumarliðason    Frumherji 16
13 Daníel Jónsson  Top Reiter 15
13 Halldór Guðjónsson Lýsi 15
15 Guðmundur Björgvinsson  Top Reiter 10
15 Ólafur Ásgeirsson Frumherji 10
15 Ragnar Tómasson Top Reiter 10
18 Bylgja Gauksdóttir  Lífland 9
18 Jóhann G. Jóhannesson  Hestvit 9
20 Agnar Þór Magnússon  Lífland 8
21 Camilla Petra Sigurðardóttir Skúfslækur 4
  
Liðakeppni  
1 Málning 386
2 Lífland 310
3 Hestvit 308.5
4 Skúfslækur 306.5
5 Frumherji 279
6 Lýsi 251
7 Top Reiter 231