Grímutölt Sörla Laugardaginn 11. febrúar

Grímutölt Sörla verður haldið á laugardaginn kemur þann 11. febrúar að Sörlastöðum í Hafnarfirði kl. 14:00. Allir klárir með búningana? Grímutölt Sörla verður haldið á laugardaginn kemur þann 11. febrúar að Sörlastöðum í Hafnarfirði kl. 14:00. Allir klárir með búningana?

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

• Pollar teymdir
• Pollar
• Börn
• Unglingar
• Ungmenni
• Konur
• Karlar

Veitt verða verðlaun fyrir besta búninginn í hverjum flokki og tilþrifaverðlaun verða afhent að vanda. Nú er tímabært að setjast niður og leggja drög að flottum búning.

Skráning fer fram milli 12:00 og 13:00 sama dag.
Skráningargjald er 1000 krónur fyrir polla og 1500 krónur fyrir aðra.

Hvetjum alla til að taka þátt í frábærri skemmtun.

Mótanefnd Sörla