Grímutölt í Fáki

09. febrúar 2012
Fréttir
Á laugardaginn verður Grímutölt í Reiðhöllinni í Víðidal kl. 16:00. Það er skilyrði að mæta í grímubúningi til að geta tekið þátt. Á laugardaginn verður Grímutölt í Reiðhöllinni í Víðidal kl. 16:00. Það er skilyrði að mæta í grímubúningi til að geta tekið þátt.

Keppnisformið er hægt tölt og fegurðartölt. Keppt verður í tveimur aldursflokkum og tveimur styrkleikaflokkum innan hvers aldursflokks.

Pollaflokkur, (teymingaflokkur), allir fá þátttökuverðlaun og flottustu 5 búningarnir verðlaunaðir sérstaklega.
 
15 ára á árinu og yngri (fædd 1997 eða síðar)
    *Keppnisvanir
    *Minna keppnisvanir
 
16 ára og eldri (fædd 1996 eða fyrr)
    *Keppnisvanir
    *Minna keppnisvanir
 
Fimm flottustu grímubúningarnir í hvorum aldursflokki fyrir sig verða verðlaunaðir.
 
Einnig keppa 5 efstu í hverjum styrkleikaflokki til úrslita í tölti þar sem dæmt verður hægt tölt og fegurðartölt.
 
Skráning í Reiðhöllinni kl. 13:30-14:00
15 ára og yngri hefja keppni kl. 16:00
Skráningagjald er kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri - ekkert fyrir yngri þátttakendur.
 
Höfum gaman að þessu og tökum þátt eða komum og horfum á skemmtilega keppni - frítt inn.