Grænhóll hlýtur Landbúnaðarverðlaunin 2010

01. mars 2010
Fréttir
Hrossaræktarbúið á Grænhól í Ölfusi hlaut Landbúnaðarverðlaunin 2010 sem veitt voru á Landbúnaðarþingi Bændasamtaka Íslands. Það var Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem afhenti Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur verðlaunin. Hrossaræktarbúið á Grænhól í Ölfusi hlaut Landbúnaðarverðlaunin 2010 sem veitt voru á Landbúnaðarþingi Bændasamtaka Íslands. Það var Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem afhenti Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur verðlaunin. Mikil uppbygging hefur verið á Grænhól síðastliðin ár en þar hefur m.a. risið glæsileg reiðhöll, byggt hefur verið nýtt íbúðarhús, lagður nýr keppnisvöllur og reiðleiðir og margt fleira.
Hrossarækt Gunnars og Kristbjargar hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli en þau hafa hlotið heiðursviðurkenninguna Hrossaræktarbú ársins alls fjórum sinnum.

“Fyrir dugnað og snyrtimennsku, ræktun íslenska hestsins og markaðsstarf hljót þau hjónin Kristbjörg Eyvindsdóttir og Gunnar Arnarson, á Grænhóli í Ölfusi landbúnaðarverðlaunin 2010.” (Tekið af vef www.bondi.is)

Landssamband hestamannafélaga óskar fjölskyldunni á Grænhól, þeim Gunnari og Kristbjörgu og börnum þeirra, Þórdísi og Hrannari, innilega til hamingju með Landbúnaðarverðlaunin 2010.