Góður jarðvegur fyrir íslenska hesta í Frakklandi

Fjögur íslensk ungmenni tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Trec, sem fram fór í Frakklandi í september. Var það liður í samstarfsverkefni LH og landbúnaðarráðuneytisins, sem miðar að því að auka sölu á íslenskum hestum til Frakklands og að blása lífi í Íslandshesta félögin þar í landi.Fjögur íslensk ungmenni tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Trec, sem fram fór í Frakklandi í september. Var það liður í samstarfsverkefni LH og landbúnaðarráðuneytisins, sem miðar að því að auka sölu á íslenskum hestum til Frakklands og að blása lífi í Íslandshesta félögin þar í landi.

 LH Hestar-Jens Einarsson:

Fjögur íslensk ungmenni tóku þátt í heimsmeistaramótinu í Trec, sem fram fór í Frakklandi í september. Var það liður í samstarfsverkefni LH og landbúnaðarráðuneytisins, sem miðar að því að auka sölu á íslenskum hestum til Frakklands og að blása lífi í Íslandshesta félögin þar í landi.

Tómas Ingi Olrich, sendiherra Íslands í Frakklandi, hefur unnið ötullega að þessu verkefni síðastliðin tvö ár og sett sig í samband fjölmarga lykilmenn í franska hestasambandinu FFE og franska Íslandshesta sambandinu FFCI. Hann telur að góður jarðvegur sé fyrir íslenska hestinn og íslenska reiðmennsku í Frakklandi. Tæknileg úrvinnsluatriði, sem aldrei hafa að fullu verið frágengin, valdi því að Íslandshesta klúbbarnir sitja ekki við sama borð og aðrir.

„Helsta ástæðan fyrir því að íslenski hesturinn og íslensk reiðmennska hefur ekki fengið sömu útbreiðslu í Frakklandi og öðrum Evrópulöndum, t.d. Þýskalandi og á Norðurlöndunum, er að mínu mati sú að íslensk reiðmennska og keppnisreglur eru ekki viðurkenndar í reglugerðarverki FFE,“ segir Tómas Ingi. „Hestaklúbbar í FFCI hafa því ekki haft möguleika á að starfa á jafnréttisgrundvelli við hliðina á hestaklúbbum í FFE, sem fá umtalsverða styrki frá franska ríkinu til uppbyggingar og útbreiðslu hestamennskunnar. Hestamennska er þriðja vinsælasta íþróttin í Frakklandi.

Annað sem stendur í veginum er að íslensk reiðkennaramenntun fæst ekki samþykkt sem fullgilt reiðkennaranám í Frakklandi. Reiðkennari með menntun frá Hólaskóla, til dæmis, fær nám sitt ekki metið hér í Frakklandi, líkt og reiðkennari í vestra-reiðmennsku eða Dressur-reiðmennsku, svo dæmi séu tekin. Úrlausn þessara mála er nú vinnslu og ég hef fengið fullvissu fyrir því hjá FFE að þeir muni ekki setja íslenska hestinum stólinn fyrir dyrnar. Þeir þurfa eingöngu að fá nákvæmari upplýsingar. Ég á von á að þessi mál fái farsælar lyktir fyrr en seinna.

Það eru góð sóknarfæri fyrir íslenska hestinn hér í Frakklandi,“ segir Tómas Ingi. „Það er mikill áhugi á frístunda hestamennsku, eða útivistar hestamennsku eins og Frakkar kalla hana. Hún er ört vaxandi. Ég kynntist fyrir nokkru ræktanda og keppnismanni hér í Frakklandi sem er áhrifamaður innan FFE. Hann stakk upp á því að Íslendingar sendu sveit keppenda til þátttöku í svokallaðri Trec keppni, sem er mjög vinsæl meðal frístunda hestamanna í Frakklandi. Þar með kæmum við til móts við Frakka á þeirra forsendum. Ég tel að það sé mjög góð leið til að nálgast þá og vinna traust þeirra. Þátttaka Íslands og heimsókn fulltrúa LH og landbúnaðarráðuneytisins nú í september hafði að mínu mati mjög góð áhrif. Hvernig menn vinna svo úr því í framhaldinu er í höndum þeirra sem taka að sér frekari markaðssetningu hestsins og kennslu í reiðmennsku á honum.“

Á myndinni er Tómas Ingi með Didier Ceau, formanni FFCI og konu hans Andelu Ceau. Ljósm:JE