Góð stemning á kvennatölti Léttis

06. maí 2015
Fréttir

Þann 1. maí var haldið hið árlega kvennatölt í boði La Vita e Bella. Mikil stemming er í kringum þetta mót og var þemað í ár „tiger“. Öll umgjörð mótsins var Létti og Bellunum til sóma, Fúsi þulur fór á kostum og dómararnir ásamt öðru starfsfólki voru frábærir.

48 konur skráðu sig til leiks í 3 styrkleikaflokkum og mættu þær prúðbúnar og tilbúnar í slaginn. Skemmtilegt var að sjá hve margar konur voru að keppa í fyrsta sinn og frábært hvað sumar gegnu langt í búningavali sínu. 5 efstu konurnar í hverjum flokki riðu svo til úrslita og fengu vegleg verðlaun en auk hefðbundinna verðlauna fengu þær íslenska hönnun sem gefin var af Hugrúnu Ívarsdóttur. Á www.lettir.is má skoða öll úrslit kvöldsins eða með því að smella hér.

Úlfhildur Sigurðardóttir sigraði búningakeppnina og er hún vel að sigrinum komin eins og sjá má.

Úlfhildur Sigurðardóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir mótið var haldið í Skeifuna þar sem konurnar gæddu sér á kræsingum frá La Vita e Bella, héldu happadrætti þar sem Hörgdælskar konur voru einstalega sigursælar og svo var dansinn stiginn. Konurnar tóku svo misvel á móti mökum sínum þegar átti að sækja þær og færa heim og víst er að Akureyringar fengu að njóta Tígurklæddra kvenna á öllum helstu öldurhúsum bæjarins þessa nótt.

Við þökkum kærlega öllum sem komu og kepptu, horfðu á og sem og þeim sem áttu með okkur frábæra kvöldstund.

Með kveðju,
Andrea Þorvaldsdóttir, formaður Léttis

1. flokkur

1. flokkur

2. flokkur

2. flokkur

T7

T7