Glymur frá Innri-Skeljabrekkur til sölu

16. desember 2008
Fréttir
Hinn móvindótti stóðhestur og gæðingur Glymur frá Innri-Skeljabrekku er til sölu. Ýmsir hafa borið víurnar í hestinn í haust. Eitt hundrað og sextán afkvæmi hans eru skráð í WorldFeng. Mörg er vindótt.Hinn móvindótti stóðhestur og gæðingur Glymur frá Innri-Skeljabrekku er til sölu. Ýmsir hafa borið víurnar í hestinn í haust. Eitt hundrað og sextán afkvæmi hans eru skráð í WorldFeng. Mörg er vindótt.Hinn móvindótti stóðhestur og gæðingur Glymur frá Innri-Skeljabrekku er til sölu. Ýmsir hafa borið víurnar í hestinn í haust. Eitt hundrað og sextán afkvæmi hans eru skráð í WorldFeng. Mörg er vindótt.

Finnur Kristjánsson, einn þriggja eigenda Glyms, hefur staðfest að hesturinn sé til sölu. Hann segir að í raun hafi hann verið seldur dönskum aðila í haust en greiðslan hafi enn ekki borist, sem geti átt sér tæknilegar skýringar. Finnur tamdi ellefu afkvæmi Glyms í haust og segir þau efnileg. Töltið sé sjálfgert og rúmt.

Glymur sló í gegn fjögra vetra, fyrst á kynbótasýningu á Sörlastöðum og síðar á FM2005 á Kaldármelum. Hann hefur hæst hlotið 8,38 í aðaleinkunn, þar af 9,0 fyrir tölt og brokk, og 8,5 fyrir skeið. Fótagerðin er hins vegar hans akkilesarhæll, alla vega í einkunn, sem er 6,5. Finnur segir að afkvæmin séu með mun skárri fætur en Glymur.

„Fæturnir líta mun betur út á afkvæmunum heldur en á hestinum sjálfum. Þeir eru að vísu oftast grannir, en með ágæt sinaskil og útlit. Fæturnir á Glym er vægast sagt ljótir og útlitið ekki traustvekjandi. Þeir skána hins vegar alltaf með þjálfun, verða þá þurrari. Ég hef þó aldrei fundið að hann væri neitt aumur í fótum. Hann fór í heilbrigðisskoðun um daginn og kveinkaði sér hvergi. Fékk grænt ljós,“ segir Finnur.