Gátlistar við mótahald

LH hefur undanfarið unnið að gerð og þýðingum gátlista vegna mótahalds í hestaíþróttum. Gátlistarnir eru tveir, annars vegar gátlisti þula sem kemur frá FEIF og hins vegar almennur gátlisti fyrir mótshaldara. 

Gátlisti þula kemur frá FEIF og er þýddur af starfsmanni skrifstofu LH nú í vor. Listinn inniheldur góðar og nytsamlegar ábendingar til þula og ætti að gera starf þeirra skýrara. 

Hinn gátlistinn er almenns eðlis, er einfaldlega verkefnalisti sem unninn er uppúr verkefnalistum nokkurra mótshaldara. Þeim lista er ætlað að vera leiðbeinandi um þau fjölmörgu verkefni sem þarf að leysa þegar halda skal gott mót. Hægt er að nálgast þennan lista í bæði pdf og Excel skrá, svo hver og einn mótshaldari getur sótt Excel skjalið og tekið af listanum og/eða bætt við hann, allt eftir stærð og gerð móts. 

Listana má nálgast hér á vefnum undir "Keppni" og þar undir "Framkvæmd móta". Einnig með því að smella hér

Athugið: þetta eru einungis leiðbeinandi listar, engar reglur. 

Það er von LH að þessir gátlistar komi öllum mótshöldurum til góða.