Gæðingaveisla Sörla og Íshesta 2012

Gæðingaveisla Sörla og Íshesta 2012 - Skráning rennur út á miðnætti í dag!

Gæðingaveisla Sörla og Íshesta 2012 - Skráning rennur út á miðnætti í dag!

Glæsilegt gæðingamót verður haldið á Sörlavöllum 22.-25. ágúst. Skráning fer fram á vefsíðunni skraning.is og lýkur henni mánudaginn 20. ágúst á miðnætti. Skráningargjald er 3.000 krónur á grein.

Mótið verður allt hið glæsilegasta. Einn keppandi verður inn á í einu og mun sýna sitt prógram. Hitað verður upp í grillinu á kvöldin og allt gert til þess að öllum líði sem best í Hafnarfirðinum.

Flokkar í boði:

 • A flokkur opinn
 • A flokkur áhugamenn
 • B flokkur opinn
 • B flokkur áhugamenn
 • Ungmennaflokkur
 • Unglingaflokkur
 • Barnaflokkur
 • Tölt meistara
 • Tölt Opinn
 • Tölt áhugamenn
 • Tölt 21. árs og yngri
 • 100 m. skeið
 • 150 m. skeið
 • 250 m. skeið


Ekki láta þetta frábæra mót fram hjá þér fara, sjáumst á Sörlavöllum 22.-25.ágúst.

Mótanefnd Sörla