Gæðingamót Harðar

23. maí 2013
Fréttir
Kvistur frá Skagaströnd og Erlingur Erlingsson.
Gæðingamót Hestamannafélagsins Harðar verður haldið dagana 31.maí til 2.júní n.k. Skráning hefst 23.maí í Sportfeng (skraning.sportfengur.is).

Gæðingamót Hestamannafélagsins Harðar verður haldið dagana 31.maí til 2.júní n.k. Skráning hefst 23.maí í Sportfeng (skraning.sportfengur.is).

Þeir flokkar sem í boði verða:

  • Pollar – teymdir
  • Pollar ríða einir
  • Barnaflokkur - lokaður
  • Unglingaflokkur - lokaður
  • Ungmennaflokkur - lokaður
  • B-flokkur opinn og áhugamenn opið
  • A-flokkur opinn og áhugamenn opið
  • Kappreiðar opnar
  • 250m skeið
  • 150m skeið
  • 100m skeið
  • Gæðingaskeið
  • Gæðingaskeið
  • Unghrossakeppni lokað
  • Tölt T1 Meistaraflokkur opið
  • Tölt T3 1.flokkur opið
  • Tölt T3 2.flokkur opið
  • Tölt T3 Barnaflokkur opið
  • Tölt T3 Unglingaflokkur opið
  • Tölt T3 Ungmennaflokkur opið
  • Tölt T7 2.flokkur opið
  • Tölt T7 Barnaflokkur opið
  • Tölt T7 Unglingaflokkur opið
  • Tölt T7 Ungmennaflokkur opið

Áhugamenn í A og B flokki þurfa að tilkynna það til okkar á netfangið hordur1234@gmail.com með uppl. um hest, knapa og grein.
Verð er 3500 á allar greinar nema barna og unglingaflokk þar er verðið 2000.

Mótanefndin