Gæðingakeppni Landsmóts sú langstærsta hingað til!

22. maí 2018
Fréttir

Fjöldi þátttakenda í gæðingakeppni landsmót fer eftir fjölda félaga í hestamannafélögum Landssambands hestamannafélaga hverju sinni. Hvert hestamannafélag fær eitt sæti í hverjum flokki fyrir hverja 125 félagsmenn.

Í ár verður gæðingakeppni landsmóts sú langstærsta hingað til en alls eru 122 sæti laus til þátttöku á LM í hverjum flokki gæðingakeppninnar. Auk þess eiga 6 efstu hestar á stöðulistum sem ekki komust inn á landsmót í gegnum úrtökur hjá sínum félögum þátttökurétt á LM. Samtals eiga því hvorki meira né minna en 128 hestar þátttökurétt á LM2018!

Fjölda fulltrúa frá hverju hestamannafélagi má finna á heimasíðu Landsmóts - www.landsmot.is - undir flipanum "Knapar".  

Þar verða settar inn allar helstu upplýsingar sem snúa að keppninni þegar nær dregur.  

Undanfarin landsmóts hefur þátttökufjöldi verið eftirfarandi:

  • 2012 voru 102 skráðir hestar í A-flokk og 100 í B-flokk.
  • 2014 voru 106 skráðir hestar í A-flokk og 104 í B-flokk.
  • 2016 voru 107 skráðir hestar í A-flokk og 110 í B-flokk

Félagafjöldi LH skv. félagatali ÍSÍ þann 15.apríl sl. var 12.293 félagsmenn.