Gæðingakeppni Dreyra - úrslit

04. júní 2013
Fréttir
Hestamannafélagið Dreyri hélt sína árlegu gæðingakeppni laugardaginn 1. júní sl. Að þessu sinni var keppnin jafnframt úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands, sem haldið verður að Kaldármelum dagana 3.-7. júlí.

Hestamannafélagið Dreyri hélt sína árlegu gæðingakeppni laugardaginn 1. júní sl. Að þessu sinni var keppnin jafnframt úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands, sem haldið verður að Kaldármelum dagana 3.-7. júlí. Keppt var í fjórum flokkum þ.e. A-flokki gæðinga, B-flokki gæðinga, ungmennaflokk og unglingaflokk, en enginn keppandi var í barnaflokki og féll hann því niður. Úrslit urðu sem hér segir:

A-flokkur

1. Prins frá Skipanesi, knapi Svandís Lilja Stefánsdóttir einkunn 8,44

2. Niður frá Miðsitju, knapi Ólafur Guðmundsson einkunn 8,22

3. Brjánn frá Akranesi, knapi Sigríður Helga Sigurðardóttir einkunn 8,12

4.Taktur frá Fremri-Fitjum, knapi Benedikt Þór Kristjánsson einkunn 8,09

5. Hreimur frá Reykjavík, knapi Valdís Ýr Ólafsdóttir einkunn 7,93

B-flokkur

1. Völuspá frá Skúfslæk, knapi Torunn Hjelvik einkunn 8,41

2. Hlýri frá Bakkakoti, knapi Ólafur Guðmundsson einkunn 8,38

3. Bruni frá Akranesi, knapi Sigríður Helga Sigurðardóttir einkunn 8,25

4. Faldur frá Hellulandi, knapi Benedikt Þór Kristjánsson einkunn 8,13

5. Hlynur frá Einhamri 2, knapi Snorri Elmarsson einkunn 7,94

Unglingaflokkur

1. Viktoría Gunnarsdóttir og Ylur frá Morastöðum einkunn 8,08

2. Logi Örn Axel Ingvarsson og Blær frá Sólvöllum einkunn 8,00

Þau kepptu bæði á tveimur hestum og stóðu sig líka mjög vel á þeim.

Ungmennaflokkur ekki riðinn úrslit

1. Svandís Lilja Stefánsdóttir og Brján frá Eystra-Súlunesi I einkunn 8,37

1. Svandís Lilja Stefánsdóttir og Massi frá Melaleiti einkunn 7,70

 

Auk þess var Svandís Lilja Stefánsdóttir valin knapi mótsins, Brjánn frá Eystra Súlunesi valin glæsilegasti hesturinn og Völuspá frá Skúfslæk var hæst dæmda hryssan.