Gæðingafimi - ráslistar

08. febrúar 2012
Fréttir
Jakob S. Sigurðsson sigraði gæðingafimina 2011.
Á morgun fimmtudag verður keppt í gæðingafimi í Meistaradeild í hestaíþróttum. Mótið hefst klukkan 19:30 í Ölfushöllinni. Á morgun fimmtudag verður keppt í gæðingafimi í Meistaradeild í hestaíþróttum. Mótið hefst klukkan 19:30 í Ölfushöllinni.

Keppendur eru í óða önn að fínpússa prógrömm sín fyrir morgundaginn og má gera ráð fyrir hverri glæsisýningunni á fætur annarri á gólfi Ölfushallarinnar.

Gæðingafimin er mikil áskorun fyrir keppendur. Þar eru allir þættir dæmdir sérstaklega og síðan heildarútlit sýningarinnar. Það sem dómararnir horfa meðal annars á er hversu margar og erfiðar æfingar parið gerir og hvernig þær eru framkvæmdar, hvernig æfingarnar blandast við gangtegundir, flæði sýningarinnar, fjölhæfni og styrkleiki gangtegunda. Knapar þurfa að sýna að lágmarki þrjár gangtegundir og fimm fimiæfingar og er einungis ein skylduæfing, en hún er opinn sniðgangur á tölti. Lengd sýningar má vera að hámarki þrjár og hálf mínúta. Sú breyting hefur orðið á frá því í fyrra að einungis 5 knapar ríða úrslit en ekki 10 eins og hefur verið undanfarin ár.

Í fyrra var það Jakob S Sigurðsson, Top Reiter/Ármót, sem sigraði gæðingafimina á hryssunni Árborgu frá Miðey og eru þau skráð til leiks á ný og munu því hefja titilvörn annað kvöld. Margar stórstjörnur eru jafnframt skráðar til leiks og munu þær eflaust veita þeim harða samkeppni og verður því spennandi að sjá hver stendur efstur á palli í lok kvölds.
Hér að neðan má sjá ráslista kvöldsins:

Nr    Knapar    Lið    Hestur
1    Teitur Árnason    Árbakki / Norður-Götur    Glaumur frá Vindási
2    Sigurður Sigurðarson    Lýsi    Dreyri frá Hjaltastöðum
3    Artemisia Bertus    Hrímnir    Korgur frá Ingólfshvoli
4    Eyjólfur Þorsteinsson    Lýsi    Klerkur frá Bjarnanesi
5    Eyvindur Mandal Hreggviðsson    Auðsholtshjáleiga    Hersveinn frá Lækjarbotnum
6    Sara Ástþórsdóttir    Ganghestar / Málning    Díva frá Álfhólum
7    Þórdís Erla Gunnarsdóttir    Auðsholtshjáleiga    Þóra-Dís frá Auðsholtshjáleigu
8    Viðar Ingólfsson    Hrímnir    Segull frá Mið-Fossum
9    Sigurður Vignir Matthíasson    Ganghestar / Málning    Sóllilja frá Álfhólum
10    John Kristinn Sigurjónsson    Hrímnir    Þrumufleygur frá Álfhólum
11    Ólafur Ásgeirsson    Spónn.is    Hugleikur frá Galtanesi
12    Hulda Gústafsdóttir    Árbakki / Norður-Götur    Sveigur frá Varmadal
13    Guðmundur Björgvinsson    Top Reiter / Ármót    Hrímnir frá Ósi
14    Lena Zielinski    Auðsholtshjáleiga    Njála frá Velli II
15    Sigurbjörn Bárðarson    Lýsi    Jarl frá Mið-Fossum
16    Jakob Svavar Sigurðsson    Top Reiter / Ármót    Árborg frá Miðey
17    Sylvía Sigurbjörnsdóttir    Ganghestar / Málning    Þórir frá Hólum
18    Þorvaldur Árni Þorvaldsson    Top Reiter / Ármót    Segull frá Flugumýri II
19    Hinrik Bragason    Árbakki / Norður-Götur    Hængur frá Hæl
20    Ævar Örn Guðjónsson    Spónn.is    Bergþór frá Feti
21    Sigursteinn Sumarliðason    Spónn.is    Geisli frá Svanavatni

Eins og áður verður sýnt beint frá mótinu á www.meistaradeild.is og www.eidfaxi.is og hefst beina útsendingin rétt fyrir 19:30.