Gæðingadómarar, takið daginn frá!!

11. janúar 2013
Fréttir
Upprifjunarnámskeið Gæðingadómarafélags LH verður haldið á tveim stöðum í mars mánuði, annarsvegar sunnudaginn 10. mars á félagssvæði hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ frá kl 10 – 16 og hins vegar á Hólum í Hjaltadal þriðjudaginn 26.mars frá kl 18 – 22.

Upprifjunarnámskeið Gæðingadómarafélags LH verður haldið á tveimur stöðum í marsmánuði, annars vegar sunnudaginn 10. mars á félagssvæði hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ frá kl 10 – 16 og hins vegar á Hólum í Hjaltadal þriðjudaginn 26. mars frá kl 18 – 22.

Þema námskeiðanna er:
Barna og unglingakeppni – hægt tölt - Lög og reglur
Hvetjum við dómara að fara vel yfir lög og reglur sem og leiðara fyrir námskeiðið þar sem tekið verður próf í reglupakkanum.
Nánari upplýsingar um námskeiðin verða auglýst síðar.

ATH: Sendur verður út CD diskur á næstu dögum til þess að dæma, skil á diski verður að vera fyrir fyrra námskeiðið.
Leiðbeiningar um skil munu fylgja disknum.

Fræðslunefnd GDLH