Gæðingadómarar fá sendan DVD disk

Gæðingadómarafélag LH hefur sent félagsmönnum sínum DVD disk ásamt kynningarbréfi um upprifjunarnámskeið sem haldin verða nú í mars. Þeir gæðingjadómarar sem af einhverjum ástæðum fá ekki diskinn í pósti í þessari viku eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu LH. Gæðingadómarafélag LH hefur sent félagsmönnum sínum DVD disk ásamt kynningarbréfi um upprifjunarnámskeið sem haldin verða nú í mars. Þeir gæðingjadómarar sem af einhverjum ástæðum fá ekki diskinn í pósti í þessari viku eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu LH.

Um er að ræða DVD disk með kvikmyndum af gæðingum sem notaðar verða á upprifjunarnámskeiðum GDLH. Dómurum er sett fyrir að fara yfir og dæma hrossin á diskinum fyrir námskeiðin og koma undirbúnir til leiks. Bréfið frá GDLH er birt í heild hér fyrir neðan. Þar koma fram allar upplýsingar varðandi upprifjunarnámskeiðin, og nýdómara- og landsdómarapróf sem haldin verða í framhaldinu.


Frá Gæðingadómarafélagi LH

Eftirfarandi námskeið verða í boði vorið 2009:

Upprifjunarnámskeið 18. og 26. mars og  kl. 18:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal
Verð námskeiðs kr. 5.000 og félagsgjald kr. 1.500 samtals 6.500,- sem greiðist á staðnum.
Vinsamlegast mætið með leiðarann á námskeiðið.  Leiðari / lög og reglur verða seld á námskeiðunum og kostar  1.500 kr.  Minna má á að bæði lög og leiðari eru aðgengileg á www.lhhestar.is undir linknum Keppnismál/Gæðingadómarafélagið. Ekki þarf að skrá sérstaklega á námskeiðið

Að undangengnum námskeiðum verða nýdómara og landsdómarapróf haldið 6. – 8. apríl á Hólum með fyrirvara um þátttöku. Verð námskeiðanna er kr. 30.000 sem greiðist á staðnum. Skrá þarf á námskeiðið á netfangið oddrunyr@simnet.is eða í síma 849-8088 fyrir 31. mars nk.

Upprifjunarnámskeið 7. apríl kl. 18:00 á Hólaskóla:

Verð námskeiðs kr. 5.000 og félagsgjald kr. 1.500 samtals 6.500,- sem greiðist á staðnum Ekki þarf að skrá sérstaklega á námskeiðið.

Með þessu bréfi fylgir DVD diskur með 8 hestum 2Bfl, 2ungl, 2börn og 2Afl  og dómblöð fyrir hvern og einn hest á disknum. Dómarar dæmi öll atriði sýningar og sérstaklega skal dæma stjórnun og ásetu á öllum sýndum atriðum í barna og unglingaflokkum.  Dómarar eru hvattir til að nota leiðarann og vinna sjálfstætt  og fylla út í alla reiti á dómblaðinu, skilgreina og rökstyðja einkunn sína og skila þeim merktum til fræðslunefndar í byrjun upprifjunarnámskeiðs.

Með von um góðar undirtektir.

Bestu kveðjur,
fræðslunefnd
Gæðingadómarafélags LH