Fyrstu vetrarleikar á Kjóavöllum

12. febrúar 2013
Fréttir
Fyrstu vetrarleikar ársins hjá nýju sameinuðu hestamannafélagi á Kjóavöllum fara fram nk. laugardag, 16. febrúar. Kl. 13 hefst keppni í reiðhöllinni (Andvaramegin) á pollaflokki og barnaflokki og kl. 14 hefst svo keppni í öðrum flokkum.

Fyrstu vetrarleikar ársins hjá nýju sameinuðu hestamannafélagi á Kjóavöllum fara fram nk. laugardag, 16. febrúar. Kl. 13 hefst keppni í reiðhöllinni (Andvaramegin) á pollaflokki og barnaflokki og kl. 14 hefst svo keppni í öðrum flokkum.

Keppt verður á nýjum keppnisvelli félagsins í fyrsta skipti. 

Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum flokkum í þessari röð:

Kl. 13 í reiðhöll

  • Pollar (9 ára og yngri) - teymdir og ríða sjálfir Börn (10-13 ára)

 

Kl. 14 á nýja hringvellinum:

  • Unglingar (14-17 ára)
  • Ungmenni (18-21 árs)
  • Konur II - minna keppnisvanar
  • Karlar II - minna keppnisvanir
  • Heldri menn og konur (+50 ára)
  • Konur I - meira keppnisvanar
  • Karlar I - meira keppnisvanir
  • Opinn flokkur (karlar og konur)

Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í einhverjum þeirra. Einungis er hægt að skrá sig í einn flokk. 

Mótið er hið fyrsta af þriggja móta vetrarmótaröð. Verðlaun verða veitt á hverju móti fyrir sig og svo verða samanlagðir sigurvegarar allra þriggja móta líka verðlaunaðir á síðasta mótinu.

Skráningargjöld eru: Frítt fyrir polla, 500 kr. fyrir börn og unglinga, 1.000 kr. fyrir aðra.

Skráning fer fram í félagsheimili Andvara á milli kl. 11 og 12 á mótsdag. 

ATH! Þeir sem eru með keppnisnúmer hjá sér eru beðnir að mæta með þau til skráningar. Mikill skortur er á númerum!

Með von um að sem flestir mæti og taki þátt í fyrsta móti félagsins, á nýjum velli á flottu framtíðarsvæði okkar!

 

Mótanefnd Hmf. Kjóavöllum