Fyrstu átta kynntir til leiks fyrir "Þeir allra sterkustu"

21. mars 2011
Fréttir
Úrtakan fyrir Ístöltið „Þeir allra sterkustu“ fór fram í gærkvöld, 20.mars. Um 30 hestar voru skráðir til leiks. Úrtakan fyrir Ístöltið „Þeir allra sterkustu“ fór fram í gærkvöld, 20.mars. Um 30 hestar voru skráðir til leiks.

Eftirtaldir knapar og hestar, birtast í stafrófsröð, röðuðu sér í efstu átta sætin eftir úrtöku og hefur þeim verið boðið þátttaka á Ístöltinu „Þeir allra sterkustu“ sem fer fram þann 2.apríl nk.

Camilla Petra Sigurðardóttir og Dreyri frá Hjaltastöðum
Elías Þórhallsson og Svartnir frá Miðsitju
Heiða Dís Fjeldsteð og Lukka frá Dúki
Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum
Signe Bache og Trilla frá Þorkelshóli 2
Sigurbjörn Viktorsson og Emilía frá Hólshúsum
Siguroddur Pétursson og Hrókur frá Flugumýri II
Sævar Örn Sigurvinsson og Orka frá Þverárkoti

Ljósmyndari er Arnar Þór Kjærnested.