Fyrsta kynbótasýningin á Suðurlandi

Núna  í dag 26. apríl og á morgun 27. apríl er verið að taka við skráningum á fyrstu kynbótasýninguna á Suðurlandi en hún verður í næstu viku á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Tekið er við skráningum í síma 480-1800. Núna  í dag 26. apríl og á morgun 27. apríl er verið að taka við skráningum á fyrstu kynbótasýninguna á Suðurlandi en hún verður í næstu viku á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Tekið er við skráningum í síma 480-1800. Sýningargjald á hvert hross er 15.000 kr fyrir fullnaðardóm en sé hrossið eingöngu skráð í byggingardóm er sýningargjaldið 10.500 kr. Hafi greiðsla ekki borist í síðasta lagi í lok síðasta skráningardags þ.e. 27. apríl er viðkomandi hross ekki skráð í mót. Sýningargjöld er hægt að greiða á skrifstofu Búnaðarsambandsins að Austurvegi 1 á Selfossi eða inn á reikning  nr. 0152-26-1618, kt: 490169-6609. Ef greitt er í banka er mikilvægt að biðja bankann um að faxa strax greiðslukvittun til Búnaðarsambandsins, faxnúmerið er 480-1818. Mjög brýnt er að merkja greiðslu með númeri og nafni hrossins. Ef greitt er í gegnum netbanka vinsamlegast sendið greiðslukvittun á netfangið helga@bssl.is. Hægt er að greiða sýningargjöld með kreditkorti. Endurgreiðsla á sýningargjöldum kemur aðeins til greina ef látið er vita um forföll áður en viðkomandi sýning hefst. Ekki er um fulla endurgreiðslu að ræða heldur einungis 10.000 kr fyrir hross sem hefur verið skráð í fullnaðardóm en 6.000 kr fyrir þau hross sem hafa einungis verið skráð í byggingar eða hæfileikadóm.
Rétt er að minna á eftirfarandi:
• Öll hross sem koma til kynbótadóms skulu vera grunnskráð í WorldFeng og einstaklingsmerkt.
• Allir stóðhestar sem koma til dóms skulu vera DNA-greindir svo og foreldrar þeirra, s.s. þess er krafist að allir stóðhestar hafi sannað ætterni.
• Úr stóðhestum 5 vetra og eldri þarf að hafa verið tekið blóðsýni.
• Röntgenmyndir þurfa að hafa verið teknar af hæklum allra stóðhesta sem náð hafa fimm vetra aldri. Hestur hlýtur ekki dóm nema myndataka hafi farið fram og niðurstöður liggi fyrir í Worldfeng.

Á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands http://www.bssl.is/ má finna ýmsar upplýsingar um kynbótasýningar og þar verður hollaröðun birt um leið og hún er tilbúin.

Búnaðarsamband Suðurlands