Fundur með hagsmunaaðilum innan hestamennskunnar

21. maí 2010
Fréttir
Í dag fór fram fundur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu með öllum hagsmunaaðilum innan hestamennskunnar. Tilgangur fundarins var að fá heildarsýn yfir stöðu mála vegna hóstapestarinnar svonefndu. Síðast liðinn mánudag skipaði Halldór Runólfsson yfirdýralæknir nefnd, en í henni eiga sæti Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur og Sveinn Ólason dýralæknir. Þau hafa verið að safna öllum tiltækum upplýsingum um veikina og kynnti Sigríður helstu niðurstöður á rannsóknum þeirra og veitti ráðgjöf í ljósi þeirra. Í dag fór fram fundur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu með öllum hagsmunaaðilum innan hestamennskunnar. Tilgangur fundarins var að fá heildarsýn yfir stöðu mála vegna hóstapestarinnar svonefndu. Síðast liðinn mánudag skipaði Halldór Runólfsson yfirdýralæknir nefnd, en í henni eiga sæti Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur og Sveinn Ólason dýralæknir. Þau hafa verið að safna öllum tiltækum upplýsingum um veikina og kynnti Sigríður helstu niðurstöður á rannsóknum þeirra og veitti ráðgjöf í ljósi þeirra. Ljóst er að miklir hagsmunir eru í húfi, ekki síst er varðar Landsmót hestamanna sem fara á fram á Vindheimamelum  í Skagafirði 27. júní – 4. júlí.

Við ákvarðanatöku var reynt að meta þyngd og alvarleika hóstapestarinnar með tilliti til velferðar hrossa og jafnframt hvort faraldurinn muni verða að miklu leyti genginn yfir þegar úrtökur fyrir landsmótið fara fram.

Samþykkt var samhljóða eftirfarandi ályktun:

Á sameiginlegum fundi hagsmunaaðila í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu voru aðilar sammála um að stefnt skuli að því að halda Landsmót hestamanna á áður ákveðnum tíma. Aðilar voru sammála um að endurskoða fyrirkomulag og dagsetningar á úrtökum og dómum hrossa fyrir landsmótið með það að leiðarljósi að gera sem flestum hrossum mögulegt að vinna sér þátttökurétt.

Hópurinn mun koma saman um næstu mánaðarmót og endurmeta stöðuna.