Fundargerð aðalfundar HÍDÍ

19. janúar 2010
Fréttir
Aðalfundur HÍDÍ, hestaíþróttadómarafélags Íslands, var haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal mánudaginn 18.janúar 2010. 32 félagsmenn sóttu fundinn sem er mjög ánægjulegt. En það er nálægt 27 % allra félagsmanna. Aðalfundur HÍDÍ, hestaíþróttadómarafélags Íslands, var haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal mánudaginn 18.janúar 2010. 32 félagsmenn sóttu fundinn sem er mjög ánægjulegt. En það er nálægt 27 % allra félagsmanna. Sigurbjörn Bárðarson var skipaður fundarstjóri.

Samþykkt var kr 2.300 í tímakaup og lágmarksgjald KR 12.000 

Formaðurinn Gylfi Geirsson var endurkjörinn formaður með rússneskri
kosningu.  Þórir Örn Grétarsson var kosinn í stjórn félagsins og var Pétri Jökli
Hákonarsyni þakkað fyrir mjög vel unnin störf í þágu félagsins.

Stjórn HÍDÍ er:
Gylfi Geirsson, formaður
Pjetur N. Pjetursson
Þórir Örn Grétarsson
Varastjórn:
Sigurbjörn Viktorsson
Berglind Sveinsdóttir

Sigurður Ævarsson benti á að nauðsynlegt væri að hafa lög HÍDÍ aðgengileg
á heimasíðu LH og verður að sjálfsögðu reynt að koma því við.

Magnús Lárusson sagði frá mjög áhugaverðri ráðstefnu á vegum FEIF sem
ber yfirskriftina: Yfirlína, form og söfnun.  Dómarar verða að fylgjast mjög vel
með því sem fram kemur á þessari ráðstefnu og mjög áríðandi er að íslenskir reiðkennarar og alþjóðlegir dómarar sæki þessa ráðstefnu og miðli niðurstöðum
til okkar.  Það er mjög knappur tími til stefnu þar sem skráningu lýkur    31.jan 2010.

Samræmingarnámskeiðin verða í einn dag þetta starfsárið og verður lögð áhersla
á  gæðingaskeið, slaktaumatölt og skeiðið í fimmgangnum.

Hörður Hákonarson benti fundarmönnum á að skemamyndin í leiðaranum
í fimmgangi sé úrelt í íslenska leiðaranum.  Hún sé frá 1.04.2006 en ný skemamynd
og mikið breytt hafi verið gefin út 1.05.2009  Áríðandi er að skrifstofa LH breyti
þessu hið snarasta til að koma í veg fyrir misskilning þegar dómarar eru að störfum

Mjög áhugaverð og málefnaleg umræða um hin ýmsu mál sem tengjast hestaíþróttum urðu  á fundinum og lauk honum  Kl 22.30
Stjórn HÍDÍ