Frumsýning myndarinnar Kraftur - síðasti spretturinn

01. október 2009
Fréttir
Þórarinn og Kraftur á HM07. Mynd: Eyþór Árnason
Kvikmyndin Kraftur - síðasti spretturinn var frumsýnd í Kringlubíói í gærkvöldi, 30.sept. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum stóðhestsins Kraft frá Bringu sem hefur unnið hug og hjörtu hestamanna um heim allan og þjálfara hans Þórarins Eymundssonar tamningameistara FT. Kvikmyndin Kraftur - síðasti spretturinn var frumsýnd í Kringlubíói í gærkvöldi, 30.sept. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum stóðhestsins Kraft frá Bringu sem hefur unnið hug og hjörtu hestamanna um heim allan og þjálfara hans Þórarins Eymundssonar tamningameistara FT. Myndin segir frá einstöku sambandi þeirra félaga og viðburðarríku ári 2007 þar sem þeir urðu tvöfaldir heimsmeistarar á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi. Þrátt fyrir það spyr Þórarinn sig í lok myndarinnar hvort þetta allt hafi verið þess virði.

Myndin hefur uppá bjóða allt það sem stórmyndir hafa; spennu, dramatík og kynlífssenur.
Auk þess sem stórbrotin íslensk náttúra spilar stórt hlutverk. Myndin lætur engan ósnortin og nánast hægt að lofa gæsahúð og tár í augum.

Það er ekki á hverjum degi sem kvikmyndahúsin bjóða uppá íslenska hestamynd því viljum við hvetjum alla hestaunnendur til þess að skella sér í bíó við fyrsta tækifæri en myndin verður eingöngu sýnd dagana 1.-7.október.