Frumsýndir folar og fornfrægir í bland

Mynd: Þröstur frá Hvammi og Vignir Siggeirsson munu gleðja gesti Stóðhestaveislunnar á Króknum. Ljós…
Mynd: Þröstur frá Hvammi og Vignir Siggeirsson munu gleðja gesti Stóðhestaveislunnar á Króknum. Ljósm.: Hulda G. Geirsdóttir
 Á Stóðhestaveislu 2011 sem fram fer í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki nk. föstudagskvöld kl. 20 munu koma fram ungir og efnilegir hestar í bland við eldri og þekktari reynslubolta.     Á Stóðhestaveislu 2011 sem fram fer í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki nk. föstudagskvöld kl. 20 munu koma fram ungir og efnilegir hestar í bland við eldri og þekktari reynslubolta.    Meðal þeirra fola sem "frumsýndir" verða á veislunni er Kafteinn frá Kommu, bróðir hins fræga Kappa frá Kommu að móðurinni til, en faðirinn er Blær frá Torfunesi, sem einnig mun koma fram í sýningunni. Þá kemur Vignir Siggeirsson Hemlubóndi með tvo stólpagæðinga til leiks, þá Þröst Þorrason frá Hvammi og Ársæl Sæsson frá Hemlu.
 
Fótaburðarhesturinn Stimpill Kolfinnsson frá Vatni mun stimpla sig inn sem og hinn stórefnilegi Símon frá Efri-Rauðalæk, Galsasonur. Einnig koma fram spennandi hestar úr héraðinu, m.a. þeir Laufi frá Syðra-Skörðugili Hróðurssonur, Óskasteinn frá Íbishóli undan Huginn frá Haga og stólpahryssunni Ósk frá Íbishóli og Baugur frá Tunguhálsi II Flygilssonur. Hinn þekkti gæðingur Blær frá Hesti mun einnig gleðja gesti og líka Trymbill frá Stóra-Ási Þokkasonur sem m.a. hefur hlotið 9.0 fyrir vilja/geð og fegurð í reið. Að auki koma fram margir fleiri frábærir hestar sem kynntir verða til sögunnar á næstu dögum.
Forsala er í fullum gangi á stöðvum N1 í Staðarskála, Blönduósi, Sauðárkróki og á Akureyri. Miðaverð er kr. 2.900 og innifalið í því er stórglæsilegt 238 síðna stóðhestablað. Hestarnir eru auk þess allir kynntir á nýjum stóðhestavef www.stodhestar.com