Frí áskrift að WorldFeng

22. nóvember 2008
Fréttir
Nú hyllir undir að allir meðlimir í FEIF fái frían aðang að WorldFeng. Stefnt er að því að opnað verði fyrir áskriftina 1. mars á næsta ári. Jens Iversen, forseti FEIF, er bjartsýnn á að samkomulag sé að nást milli FEIF og Bændasamtaka Íslands.Nú hyllir undir að allir meðlimir í FEIF fái frían aðang að WorldFeng. Stefnt er að því að opnað verði fyrir áskriftina 1. mars á næsta ári. Jens Iversen, forseti FEIF, er bjartsýnn á að samkomulag sé að nást milli FEIF og Bændasamtaka Íslands.Nú hyllir undir að allir meðlimir í FEIF fái frían aðang að WorldFeng. Stefnt er að því að opnað verði fyrir áskriftina 1. mars á næsta ári. Jens Iversen, forseti FEIF, er bjartsýnn á að samkomulag sé að nást milli FEIF og Bændasamtaka Íslands.

Jens átti fund með Jóni Baldri Lorange, forstöðumanni tölvudeildar BÍ, og Eiríki Blöndal, framkvæmdastjóra BÍ, í liðinni viku. Hann segir að fundurinn hafi verið jákvæður og er bjartsýnn á að samkomulag náist. Samkvæmt því þá munu FEIF löndin greiða ákveðið ársgjald í WorldFeng, þar með talið Landssamband hestamannafélaga. Félagar í hestamannafélögum innan FEIF fá síðan sjálfkrafa áskrift.

Nú þegar eru nokkur lönd, samtök og félög í hinum ýmsu löndum, með áskrift að WorldFeng fyrir sína félagsmenn, en á mismunandi verði. Ýmsir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og telja að verið sé að mismuna notendum.

„Ég álít að það fyrirkomulag sem við lýði hefur verið; að samið sé sérstaklega við hin ýmsu félög og samtök um áskrift á mismundandi verði sé ekki ásættanleg. FEIF hefur nú í tvö ár unnið að því að fá þessu breytt og nú er ég vongóður um að það sé að takast. Drögum að samkomulaginu verður dreift til allra FEIF landanna nú fyrir jól. Endanleg tillaga að samningi mun síðan verða lögð fram eftir aðalfund FEIF sem verður haldinn í Hamborg í febrúar. Samþykki Bændasamtökin þann samning ætti að vera hægt að opna fyrir áskriftina 1. mars,“ segir Jens Iversen.