Freyðir í gæðingaskeiðið

10. júní 2009
Fréttir
Freyðir frá Hafsteinsstöðum, knapi Sigurður Sigurðarson.
Sigurður Sigurðarson segir mjög líklegt að hann muni skrá Freyði frá Hafsteinsstöðum í gæðingaskeið á HM úrtökunni sem fram fer 16. og 18. júní. Sigurður Sigurðarson segir mjög líklegt að hann muni skrá Freyði frá Hafsteinsstöðum í gæðingaskeið á HM úrtökunni sem fram fer 16. og 18. júní.

Siggi hefur keppt á Freyði bæði í fjórgangs- og fimmgangsgreinum og er hesturinn ótrúlega jafnvígur. Sérgrein hans er þó gæðingaskeiðið. Freyðir er undan Fána og Glóru frá Hafsteinsstöðum.

Siggi ætlar einnig að mæta með Hörð frá Eskiholti í úrtökuna, en þeir félagar urðu Reykjavíkurmeistarar í slaktaumatölti (T2) í ár. Þeir kepptu einnig um fyrsta sætið í sömu grein á Íslandsmótinu í Fáki í fyrra. Hörður er Kolkuóss-hestur að ætt, undan Prins frá Úlfljótsvatni og Iðu frá Akranesi, sem er undan Iðu frá Kolkuósi.