Fréttir frá hestamannafélaginu Fáki

16.08.2011
Í gang eru að fara hjá Fáki annars vegar námskeið þar sem tekin verða Knapamerki 1 & 2 saman, aðeins fyrir fullorðna (18 ára og eldri), og hins vegar frumtamninganámskeið. Í gang eru að fara hjá Fáki annars vegar námskeið þar sem tekin verða Knapamerki 1 & 2 saman, aðeins fyrir fullorðna (18 ára og eldri), og hins vegar frumtamninganámskeið.


Enn eru laus pláss á knapamerkjanámskeiðið, skrá á fakur@fakur.is  en frumtamninganámskeiðið er orðið fullt. Taka skal þó fram að fyrirhugað er að halda annað frumtamninganámskeið í október ef næg þátttaka fæst.

Við viljum einnig vekja athygli á því að framkvæmdir eru í fullum gangi á svæðinu og til að mynda er verið að vinna við lagnir sem liggja undir afleggjaranum inn í Víðidal. Biðjum við ökumenn að gæta varúðar og aka varlega.

Bestu kveðjur úr Fáki.