Fréttatilkynningar frá félögum

 

Við hjá LH viljum hvetja alla til að senda okkur fréttir frá árangri móta og öðru sem er í gangi í ykkar hestamannafélögum. Við viljum leggja metnað í það að fræða hestamenn og aðra um land allt um það sem er í gangi í hverju félagi, svo ekki hika við að senda okkur fréttir og myndir á lh@lhhestar.is Einnig viljum við benda á að Mbl.is er að setja af stað síðu fyrir erlenda ferðamenn þar sem allir áhugaverðir viðburðir verða settir á svokallað viðburðardagatal. Ef þið eruð með viðburð sem gæti heillað ferðamenn í landinu þá endilega sendið upplýsingar um hann á soley@mbl.is.

Sólar- og sumakveðjur :)

Landssamband hestamannafélaga