Fréttatilkynning / Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum.

Dagana 11. – 14. júlí n.k. verður Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Borgarnesi, á félagssvæði hestamanna þar. Er það hestamannafélagið Faxi sem heldur mótið með stuðningi Hmf. Skugga.

Dagana 11. – 14. júlí n.k. verður Íslandsmót  fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Borgarnesi, á félagssvæði hestamanna þar. Er það hestamannafélagið Faxi sem heldur mótið með stuðningi Hmf. Skugga.

Hafinn er undirbúningur að mótinu og er framkvæmdanefnd að störfum undir forystu Birnu Thorlacius Tryggvadóttur. Er það ætlun þeirra sem að mótinu standa að skapa sem allra bestu aðstæður til þess að halda glæsilegt mót. Í Borgarnesi hafa verið haldin þrjú Íslandsmót áður, síðast árið 1995.

Gert er ráð fyrir að mótið hefjist síðdegis á fimmtudegi og því ljúki upp úr miðjum degi á sunnudag.

Í Borgarnesi eru góðar aðstæður til þess að halda mót af þessari stærð. Hesthús fyrir fjölda hrossa eru til staðar sem og aðstaða til skammtímabeitar ef vill. Reiðhöllin Faxaborg er við hliðina á keppnisvellinum og verður hún nýtt í þágu mótsins. Þessu til viðbótar er Borgarnes vel staðsett landfræðilega, til þess að gera stutt frá suðvestur - og norðurlandi.

Það er ætlun framkvæmdanefndar að vel takist til með mótið og  að fjölmargir keppendur og gestir komi til með að sækja okkur heim þessa helgi og eiga saman ánægjulega helgi.

Framkvæmdanefnd