Frestur til að skila inn breytingartillögum við keppnisreglur

Samkvæmt breytingum sem gerðar voru á lögum LH á landsþingi árið 2018 skulu „allar breytingartillögur á keppnisreglum berast keppnisnefnd og laganefnd LH hið minnsta 3 mánuðum fyrir upphaf landsþings. Tillögurnar skulu sendar skrifstofu LH sem aftur kemur þeim á viðkomandi nefndir og bókar móttökudag þeirra“. Frestur til að skila inn breytingartillögum við keppnisreglur er því 16. júlí.

Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skulu tilkynnt stjórn LH minnst 4 vikum fyrir þingið. Þá skal stjórn LH tilkynna tveimur vikum fyrir þing dagskrá og breytingartillögur sem borist hafa.

Landsþing LH 2020 verður haldið í Varmahlíð í Skagafirði 16.-17. október.

Hægt er að senda inn breytingartillögur með því að fylla út eyðublað á vef LH.