Framtíð Landsmóta hestamanna

13. október 2015

Landssamband Hestamannafélaga og Bændasamtök Íslands standa fyrir vinnufundi um framtíð Landsmóta hestamanna. Markmið vinnufundarins er að félagsmenn komi saman til að móta stefnu varðandi Landsmót. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (sal E), laugardaginn 17.okt. nk. kl. 10.00 – 15.00

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

10.00                      SETNING VINNUFUNDAR

10.05                      DAGSKRÁ OG VINNULAG Fundarstjóri: Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur

10.15                      ERINDI

10.45 - 14.50         HÓPAVINNA Unnið verður í fljótandi hópum að því að ræða neðangreind efni og svara spurningum þeim tengdum. Gert er ráð fyrir 30 mínútna umræðum um hvert mál í hópunum og 15 mínútum í kynningu á niðurstöðum. Sérstakir hópstjórar hafa yfirumsjón með starfi hópanna.

                                Viðfangsefni hópanna eru:

  1. Tilgangur Landsmóta (kl. 10.45-11.30)
    1. Fyrir hverja er LM
    2. Hverju viljum við ná fram
    3. Viljum við fjölga gestum – erlendum og innlendum 
  1. Keppendur á Landsmótum (kl. 11.40-12.25)
    1. Hverjir hafa þátttökurétt
    2. Á að breyta úrtökum
    3. Á að skipta upp kynbóta og gæðingakeppninni 

12.30-13.15          MATARHLÉ 

  1. Dagskrá og afþreying á Landsmótum (kl. 13.15-14.00)
    1. Á að hafa aðra afþreyingu en hestamennsku á LM
    2. Á að stytta/lengja dagskrá
    3. Á að breyta timasetningunni 
  1. Umgjörð Landsmóta (kl. 14.10-14.55)
    1. Eigum við að hafa einn þjóðarleikvang íslenska hestsins
    2. Þurfa öll LM að vera eins 

14.55                      STUTT SAMANTEKT

15.00                      VINNUFUNDI SLITIÐ

Hvert hestamannafélag hefur rétt á að senda 2 fulltrúa á fundinn, en þau félög sem hafa 500 félaga eða fleiri geta sent 3 fulltrúa. Skráning fer fram á skrifstofu LH, vinsamlega sendið inn staðfestingu á mætingu á netfangið johanna@landsmot.is fyrir 2. október n.k.

Við viljum hvetja fundarmenn til að að koma undirbúna til fundarins og huga sérstaklega að þeim viðfangsefnum og spurningum sem verða til umfjöllunar á fundinum.

Við hlökkum til að sjá ykkur!