Framhalds-Felixnámskeið á vegum ÍSÍ & UMFÍ

Felix – framhald- 12. Október kl. 14-16, Íþróttamiðstöðin í Laugardal salur D Felix – framhald- 12. Október kl. 14-16, Íþróttamiðstöðin í Laugardal salur D Markmið: Að nemendur öðlist frekari þekkingu á Felixkerfinu.
Fyrir hvern: Felix framhald er ætlað þeim sem hafa unnið við Felixkerfið og þekkja nú þegar helstu aðgerðir þess og nota það reglulega. Á námskeiðinu verður farið í það hvernig aðlaga má kerfið að starfsemi félagsins og hugsanlega nýtingu þess í daglegum rekstri. Kennt verður m.a. að setja upp hópa í kerfinu og farið í aðgangsstýringar með það að markmiði að kerfið sé samnýtt af mörgum notendum og verði upplýsingamiðilli innan félags.
Fjöldi þátttakanda: Hámark 15 manns.
Lengd: 2 klukkustundir
Aðstaða: Ekki er gert ráð fyrir að nemendur séu með eigin tölvur heldur er um sýnikennslu á skjá að ræða. Hins vegar er fólki velkomið að koma með vélar og boðið er upp á nettenginu á staðnum.
Þátttökugjald er ekkert