Framboð til sambandsstjórnar LH

61. Landsþing LH verður á Akureyri 12.-14. október 2018.
61. Landsþing LH verður á Akureyri 12.-14. október 2018.

61. Landsþing Landssamband hestamannafélaga verður haldið á Akureyri dagana 12. - 14. október 2018.

Kjörnefnd LH vekur athygli á að þeir aðilar sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Framboðsfrestur er til miðnættis 28. september.

Sambandsstjórn skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Varastjórn skal skipuð fimm mönnum. Kjörtímabil er til tveggja ára. 

Kjörgengir í stjórn eru allir félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH. Kjörnefnd hvetur þá sem áhuga hafa á að starfa í sambandsstjórn LH (stjórn eða varastjórn) að tilkynna framboð fyrir tilsettan tíma til kjörnefndar. 

Kjörnefnd skipa:

 • Margeir Þorgeirsson formaður
  Netfang vodlarhestar@gmail.com
 • Helga Claessen 
  Netfang helgacl@simnet.is 
 • Þórður Ingólfsson
  thoing@centrum.is

Samkvæmt lögum og reglum LH, kafla 1.4.1 Kosning stjórnar, eru hér birtar ákvarðanir sitjandi stjórnarmanna, þ.e. hvort þeir gefi kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu eður ei. 

Til formanns:

 • Lárus Ástmar Hannesson núverandi formaður
 • Jóna Dís Bragadóttir núverandi varaformaður

Til aðalstjórnar:

 • Ólafur Þórisson núverandi gjaldkeri
 • Helga B. Helgadóttir núverandi ritari
 • Andrea Þorvaldsdóttir núverandi meðstjórnandi
 • Stefán Ármannsson núverandi varastjórnarmaður, gefur kost á sér í aðalstjórn
 • Sóley Margeirsdóttir núverandi varastjórnarmaður, gefur kost á sér í aðalstjórn

Eftirtaldir gefa EKKI kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu:

 • Haukur Baldvinsson núverandi meðstjórnandi
 • Eyþór Jón Gíslason núverandi meðstjórnandi
 • Ingimar Ingimarsson núverandi varamaður
 • Magnús Benediktsson núverandi varamaður
 • Rúnar Bragason núverandi varamaður

Með kveðju,
kjörnefnd LH