Fræðsluþing um járningar

21. október 2011
Fréttir
Mjög spennandi fræðsluþing um járningar verður haldið á vegum endurmenntunar LbhÍ á Hvanneyri 28.-29. okt. Mjög spennandi fræðsluþing um járningar verður haldið á vegum endurmenntunar LbhÍ á Hvanneyri 28.-29. okt.
Fræðsludagarnir hefjast föstudaginn 28. október með námskeiði í sjúkra- og jafnvægisjárningum á Hvanneyri. Fyrirlesari verður bandaríski járningameistarinn Mitch Taylor. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar. Sendið póst á endurmenntun@lbhi.is til að skrá eða hringið í 433 5000.


Laugardaginn 29. október verða haldnir fyrirlestrar milli kl. 10 og 12:30. Mjög spennandi efni verður þar tekið fyrir og eru fyrirlesararnir járningameistarar og dýralæknar.

Frá kl. 13:30 á laugardaginn verður opinn dagur í Hestamiðstöð LbhÍ að Miðfossum. Frír aðgangur og öllum opið. Nokkrar sýningar verða í gangi:
  • Sjúkrajárningar - járning á hófsperruhófum og járning vegna kvíslbandabólgu
  • Heitjárning
  • Líffræðileg fræðsla
  • Skeifnasmíði
  • Hófsnyrtingar á hryssu og folaldi
Um leið verða vörukynningar í gangi á svæðinu:
  • VÍS Agría
  • Ásbjörn Ólafsson/Kerckhaert
  • Ástund
  • Brimco
  • Lífland
  • O. Johnson og Kaaber/Mustad
Deginum lýkur svo með Íslandsmóti í járningum. Hægt er að skrá sig til þátttöku á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000.

Sjá allar nánari upplýsingar með því að smella á linkana hér fyrir neðan. Þá opnast pdf skjöl  með ítarlegum upplýsingum.

Fræðsluþing um járningar!

Járningadagar á Hvanneyri!