Fræðslunámskeið um kynbótadóma

05. apríl 2011
Fréttir
Kynbótanefnd Sörla stendur fyrir fræðslunámskeiði um byggingardóma og sýningu hrossa í byggingardómi 9. og 10. apríl. Aðaláherslan verður lögð á að læra að þekkja kosti og galla í byggingu og uppstillingu í dómi. Kynbótanefnd Sörla stendur fyrir fræðslunámskeiði um byggingardóma og sýningu hrossa í byggingardómi 9. og 10. apríl. Aðaláherslan verður lögð á að læra að þekkja kosti og galla í byggingu og uppstillingu í dómi.

Tilvalið námskeið fyrir alla þá Sörlafélaga sem eru að velta fyrir sér hvort sýna eigi kynbótahrossið í vor.

Svanhildur Hall og/eða Magnús Lárusson kynbótadómarar munu koma á staðinn og vera með fræðsluerindi á Sörlastöðum. Námskeiðið verður haldið bæði á laugardag og sunnudag frá kl. 10:00 – 16:00, ef næg þátttaka næst. Kaffisala Sörla opnar kl. 9:00 og hægt er að kaupa mat í hádeginu. Ef aðeins tekst að fylla í annað námskeiðið verða námskeiðin sameinuð á þeim degi sem fleiri hafa skráð sig á.
Fyrirkomulag námskeiðsins:
Bókleg kennsla hefst kl.10:00 og stendur hún til 12:00. Þá er tekið hádegishlé til kl. 12:40 en þá verður farið niður í reiðhöll og munu Sörlafélagar eiga þess kost að koma með hross í dóm hjá Svanhildi og/eða Magnúsi og fá kennslu í því að stilla hrossinu upp í byggingardómi. Allir sem koma með hross fá afrit af dómi síns hross. Aðgangseyrir á námskeiðið er 500 kr. greiðist við innganginn.

Þeir sem vilja koma með hross greiða kr. 3000 kr. Fyrstir skrá fyrstir fá. Tíu hross komast að hvorn daginn. Skráning fyrir þá sem vilja koma með hross á bryndis@topphross.com. Til að kanna með þátttöku er þess óskað að þeir sem hyggjast mæta á námskeiðið skrái sig á námskeiðið á laugardag eða sunnudag hjá Magnúsi á Sörlastöðum sími 565-2919 eða á sorli@sorli.is.

Koma verður fram nafn eiganda/umsjónarmanns, sími, nafn hross, uppruni, litur, aldir, faðir og móðir. Skráningargjald er hægt að leggja inn á reikning 1101-05-400639 kt. 190685-3069 og senda staðfestingu á tölvupóstfangið bryndis@topphross.com.
Verði námskeiðið aðeins haldið annan daginn þá verður tilkynning þess efnis birt á vef Sörla.
Kynbótanefnd Sörla