Fræðslunámskeið um byggingardóma og sýningu hrossa

08. apríl 2011
Fréttir
 Athugið breytta dagskrá. Fræðslunámskeiðið um byggingardóma og sýningu hrossa í byggingardómi verður aðeins laugardaginn 9. apríl. Ekki var næg þátttaka til að hafa það líka á sunnudaginn.  Athugið breytta dagskrá. Fræðslunámskeiðið um byggingardóma og sýningu hrossa í byggingardómi verður aðeins laugardaginn 9. apríl. Ekki var næg þátttaka til að hafa það líka á sunnudaginn. Hér er dagskráin fyrir fræðslunámskeiðið en það kostar 500 kr. inn og þarf ekki að skrá sig,  allir eru velkomnir.

10:00-12:00 Svanhildur Hall verður með fræðsluerindi uppi á Sörlastöðum
12:00-13:00 Hádegishlé
13:00-16:00 Sýnikennsla á uppstillingu hrossa og dómar í reiðhöllinni

Enn eru laus pláss fyrir hesta í dóm. Þeir sem vilja koma með hross greiða kr. 3000 og skrá á bryndis@topphross.com .

Koma verður fram nafn eiganda/umsjónarmanns, sími, nafn hross, uppruni, litur, aldir, faðir og móðir. Skráningargjald er hægt að leggja inn á reikning 1101-05-400639 kt. 190685-3069 og senda staðfestingu á tölvupóstfangið bryndis@topphross.com.

Kynbótanefnd Sörla