Fræðslukvöld í Skagafirði um fóðrun reiðhesta

12. febrúar 2010
Fréttir
Er hesturinn þinn of feitur eða of þunnur? Þarf að gefa kjarnfóður? Hvaða steinefnum þarf sérstaklega að gæta að? Hver er galdurinn á bak við vel fóðraðan hest? Hvað einkennir vel hirtan hest? Er hesturinn þinn of feitur eða of þunnur? Þarf að gefa kjarnfóður? Hvaða steinefnum þarf sérstaklega að gæta að? Hver er galdurinn á bak við vel fóðraðan hest? Hvað einkennir vel hirtan hest? Guðrún Stefánsdóttir lektor við Hólaskóla verður með fræðslukvöld um fóðrun og holdamat reiðhesta. Guðrún býr yfir mikilli þekkingu á sviði fóðurfræði, en fagið hefur hún kennt við Hólaskóla til fjölda ára.
Guðrún hefur meðal annars haft umsjón með fóðuráætlunum, holdamati og vigtun á nemendahestum við Hólaskóla. Guðrún hefur þannig stjórnað fóðrun á mörg hundruð hestum í gegnum árin með góðum árangri.

Ef þú vilt fóðra betur skaltu ekki missa af þessu!!
 
Mánudaginn 15. feb. kl: 20:30 í Tjarnabæ.
 
Allir velkomnir - 500 kr. aðgangseyrir. (engin kort)

Fræðslunefnd Léttfeta og FT - Norður