Fræðslufyrirlestur Funa 5. janúar

30. desember 2011
Fréttir
Fimmtudaginn 5. janúar verður fræðslufyrirlestur í Funaborg með Jóhanni Friðgeirssyni reiðkennara. Jóhann hefur áratuga reynslu af reiðkennslu, ræktun, tamningum og sýningum bæði hér heima og erlendis. Fimmtudaginn 5. janúar verður fræðslufyrirlestur í Funaborg með Jóhanni Friðgeirssyni reiðkennara. Jóhann hefur áratuga reynslu af reiðkennslu, ræktun, tamningum og sýningum bæði hér heima og erlendis.

Jóhann mun fjalla um ábendingar knapa og skilaboð þeirra til hestsins. Jóhann mun svara fyrirspurnum úr sal og því tilvalið tækifæri til að fá góð ráð frá fagmanninum.
 
•    Funaborg opnar kl. 20:00 og fyrirlesturinn hefst kl. 20:30
•    Heitt á könnunni og bakkelsi með
•    Frítt inn og allir velkomnir
 
Fræðslunefnd Funa