Átta gull til Íslands

Haukur Tryggvason og Védís Huld Sigurðardóttir taka við Feather Price verðlaununum
Haukur Tryggvason og Védís Huld Sigurðardóttir taka við Feather Price verðlaununum

Íslensku liðsmennirnir létu ekki á sér standa seinasta úrslitadaginn á Norðurlandamóti og lönduðu fimm gullum þann daginn og ekki hefði það geta verið mikið tæpara að ná sjötta og sjöunda gullinu í hús en þar munaði aðeins 0,03 á fyrsta og öðru sæti. Það voru úrslitin í B-flokki þar sem Sigurður Óli Kristinsson hlaut silfrið og A-flokki þar sem Sigurður V. Matthíasson hlaut silfrið.

Í lokaathöfninni fengu síðan tveir knapar svokölluð "feather price" reiðmennskuverðlaun fyrir framúrskarandi og áferðafallega reiðmennsku. Báðir knaparnir voru íslenskir liðsmenn, þau Védís Huld Sigurðardóttir og Haukur Tryggvason. Haukur hafði einnig fyrr um dagin náð gulli í fjórgangi fullorðinna og silfri í tölti með sömu einkunn og sigurvegarinn en tapaði á sætaröðun dómara. 

Gullin fimm sem náðust á sunnudeginum voru eftirfarandi:

 • Védís Huld Sigurðardóttir - 100m skeið unglinga og samanlagður sigurvegari í fimmgangsgreinum unglinga 
 • Arnór Dan Kristinsson - Tölt ungmenna og samanlagður fjórgangssigurvegari ungmenna
 • Haukur Tryggvason - Fjórgangur fullorðina 

 

Annar árangur knapa á mótinu:

Gull: 

 • Védís Huld Sigurðardóttir - fimmgangur unglinga, 250m skeið unglinga, gæðingaskeið unglinga 

Silfur:

 • Haukur Tryggvason - Tölt fullorðina, Samanlagðar fimmgangsgreinar fullorðina 
 • Egill Már Þórsson - Samanlagðar fimmgangsgreinar ungmenna, fimmgangur ungmenna
 • Arnór Dan Kristinsson - fjórgangur unmenna 
 • Hákon Dan Ólafsson - 250m skeið ungmenna 
 • Sigurður V. Matthíasson - A flokkur 
 • Sigurður Óli Kristinsson - B flokkur  

Brons:

 • Viktoría Eik Elvarsdóttir - Slaktaumatölt ungmenna
 • Sigurður Sigurðarson - B flokkur 
 • Sigursteinn Sumarliðason - Gæðingaskeið fullorðinna 

Önnur verðlaunasæti:

 • Finnur Bessi Svavarsson og Kristall frá Búlandi - Fjórða sæti í A flokki 
 • Selma Leifsdóttir og Darri frá Hjarðartúni - Fjórða sæti í unglingaflokki gæðingakeppni 
 • Glódís Rún Sigurðardóttir og Úlfur frá Hólshúsum - Fjórða sæti í fjórgangi ungmenna 
 • Askja Ísabel og Sjór frá Ármóti - Fjórða sæti í fimmgangi unglinga og fimmta sæti í gæðingaskeiði unglinga
 • Viðar Ingólfsson og Agnar frá Ulbæk - Sjöunda sæti í B-úrslitum fimmgangs og Fjórða sæti í samanlögðum fimmgangsgreinum fullorðinna 
 • Arnar Máni Sigurjónsson og Hlekkur frá Bjarnarnesi - Fimmta sæti í unglingaflokki gæðingakeppni 
 • Hákon Dan Ólafsson og Snarpur frá Nýjabæ - Fimmta sæti í 100m skeiði ungmenna
 • Reynir Örn Pálmason og Spói frá Litlu-Brekku - Fimmta sæti í T2 slaktaumatölti fullorðina 
 • Valdís Björk Guðmundsdóttir og Skorri frän Fjalarstorp - Fimmta sæti í fimmgangi ungmenna 
 • Katla Sif Snorradóttir og Eiður frá Ármóti - Fimmta sæti í fjórgangi ungmenna 
 • Ylfa Guðrún Svavarsdóttir og Sálmur frá Ytra-Skörðugili - Fimmta sæti í ungmennaflokki gæðingakeppni 
 • Guðlaug Marín Guðnadóttir og Hekla frá Akureyri - Fimmta sæti í 100m skeiði fullorðina
 • Þórður Þorgeirsson og Baldur frá Skúfslæk - Tíunda sæti í B-úrslitum fimmgangs og Fimmta sæti í gæðingaskeiði fullorðinna og samanlögðum fimmgangsgreinum fullorðinna
 • Sölvi Sigurðarson og Leggur frá Flögu - Sjötta sæti í B-flokki gæðinga

 

Öll úrslit mótsins má finna á vefnum http://isresultat.se/