Frábærir gæðingar í stóðhestaveltu landsliðsins

17. apríl 2022
Fréttir
Ljúfur frá Torfunesi

Stóðhestavelta landsliðsins er á sínum stað í tengslum við Allra sterkustu sem haldið verður í TM-reiðhöllinni í Víðidal á síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 20. apríl nk.  Um 100 folatollar verða í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst þriðjudaginn 19. apríl í netverslun á vef LH og er miðaverð 50.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Miðasala á Allra sterkustu er í netverslun LH.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Örvar frá Gljúfri 8,56
Örvar frá Glúfri hefur hlotið í kynbótadómi 8,90 fyrir hæfileika, þar af 10 fyrir skeið, 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9 fyrir tölt. Hann hefur einnig átt farsælan keppnisferil. Myndband af Örvari

Kvistur frá Kommu 8,12
Kvistur frá Kommu hefur hlotið í kynbótadómi 8,33 fyrir sköpulag, þar af 9 fyrir bak og lend og samærmi og 8,0 fyrir hæfileika, fjögurra vetra gamall. Myndband af Kvisti

Ljúfur frá Torfunesi 8,49
Ljúfur frá Torfunesi er landsmótssigurvegari í tölti 2018. Hann hlaut 10,0 fyrir tölt í kynbótadómi og 9,5 fyrir hægt tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið og 9,0 fyrir hægt stökk. Myndband af Ljúfi

Greifi frá Bræðraá 8,33
Greifi frá Bræðraá er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann er með 8,51 fyrir byggingu, þar af 9 fyrir háls/herðar/bóga, samræmi og prúðleika og 8,23 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir fet, 9 fyrir tölt og samstarfsvilja. Myndband af Greifa

Safír frá Mosfellsbæ 8,51
Safír frá Mosfellsbæ er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir brokk, 9,5 fyrir fegurð í reið og fet og 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, hægt stökk, höfuð, háls/herðar/bóga og samræmi. Myndband af Safír

Spennandi frá Fitjum 8,35
Spennandi frá Fitjum hefur hlotið fyrir sköpulag 8,16, þar af 10 fyrir prúðleika, og 8,45 fyrir hæfileika, þar af 9,0 samstarfsvilja og fet.

Vigur frá Kjóastöðum 3 8,08
Vigur frá Kjóastöðum 3 er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann hlaut í kynbótadómi 4ra vetra gamall 8,05 fyrir sköpulag og 8,10 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir samstarfsvilja. Myndband af Vigur

Víkingur frá Ási II 8,49
Víkingur frá Ási hefur hlotið 8,49 fyrir sköpulag, þar af 10 fyrir prúðleika og 9 fyrir bak og lend, samræmi og hófa og fyrir hæfileika 8,50 þar af 9 fyrir fet og 8,5 fyrir tölt, brokk, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Víkingi

Hákon frá Ragnheiðarstöðum 7,97
Hákon frá Ragnheiðarstöðum hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann hefur gefið mörg hátt dæmd afkvæmi, þar á meðal eru Hansa frá Ljósafossi og Ljósvaki frá Valstrýtu.

Rosi frá Berglandi 8,48
Rosi frá Berglandi hefur átt farsælan keppnisferil. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 8,60 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir brokk, skeið og samstarfsvilja. Myndband af Rosa

Hylur frá Flagbjarnarholti 8,54
Hylur frá Flagbjarnarholti hlaut hæsta byggingadóm sem gefinn hefur verið í heiminum, 9,09, þar af 9,5 fyrir samræmi, fótagerð og prúðleika. Hann hefur einnig hlotið frábæran hæfileikadóm, þar af 9 fyrir tölt, stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Myndband af Hyl

Skálkur frá Koltursey 8,07
Skálkur frá Koltursey hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt og bak og lend og 8,5 fyrir brokk, greitt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt.