Frábærar sýningar á Svellköldum

15. mars 2010
Fréttir
Gréta Boða og Grýta frá Garðabæ sigruðu Meira vanar og voru valdar Glæsilegasta parið. Ljósmynd: www.dalli.is
Stórglæsilegt ístöltsmót kvenna fór fram í Skautahöllinni í Laugardal í gær. Þar þreyttu hundrað þáttakendur keppni og mátti sjá frábærar sýningar í öllum flokkum. Keppt var í liðakeppni og þar var bleika liðið hlutskarpast, en dregið var í liðin af handahófi úr öllum flokkum. Stórglæsilegt ístöltsmót kvenna fór fram í Skautahöllinni í Laugardal í gær. Þar þreyttu hundrað þáttakendur keppni og mátti sjá frábærar sýningar í öllum flokkum. Keppt var í liðakeppni og þar var bleika liðið hlutskarpast, en dregið var í liðin af handahófi úr öllum flokkum. Glæsilegasta par mótsins var valið af dómurum og voru það þær stöllurnar Gréta Boða og Grýta frá Garðabæ sem hömpuðu þeim titli.  Keppt var í þremur styrkleikaflokkum og birtast úrslit úr þeim hér að neðan. Undirbúningsnefndin vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera mótið jafn glæsilegt og raun ber vitni, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum öllum. Allur ágóði af mótinu rennur til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum.

Minna keppnisvanar:
1. Hanna S. Sigurðardóttir og Depill frá Svínafelli 6,50
2.-4.  Ásgerður Svava Gissurardóttir og Hóll frá Langholti II 6,25
2.-4. Silja Hrund Júlíusdóttir og Skrámur frá Dallandi 6,25
2.-4. Sjöfn Sóley Kolbeins og Trilla frá Þorkelshóli II 6,25
5. Birna Sólveig Kristjónsdóttir og Gangster frá Sperðli 6,08
6. Selma Rut Gestsdóttir og Mónalísa frá Háarima I 6,00 (sigr. B-úrsl.)
7. Sigrún Torfadóttir Hall og Rjóður frá Dallandi 5,33
8. Lára Jóhannsdóttir og Spyrill frá Selfossi 5,84
9. Helena Jensdóttir og Erpur frá Akranesi 5,83
10. Svanhildur Ævarr Valgarðsdóttir og Spegill frá Eyrarbakka 5,67

Meira keppnisvanar:
1. Gréta Boða og Grýta frá Garðabæ 7,28
2. Vigdís Matthíasdóttir og Stígur frá Halldórsstöðum 7,00 (sigr. B-úrsl.)
3. Viktoría Sigurðardóttir og Blær frá Kálfholti 6,89
4. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Meiður frá Miðsitju 6,83
5. Rakel K. Sigurhansdóttir og Strengur frá Hrafnkelsstöðum 6,72
6. Erla Björk Tryggvadóttir og Flúð frá Vorsabæ II 6,33
7. Rósa Valdimarsdóttir og Íkon frá Hákoti 6,50
8. Guðrún Pétursdóttir og Gjafar frá Hæl 6,39
9. Karen Sigfúsdóttir og Svört frá Skipaskaga 6,06
10.Sirrý Halla Stefánsdóttir og Smiður frá Hólum 5,94

Opinn flokkur:
1. Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum    8,22
2. Lena Zielinski og Gola frá Þjórsárbakka 8,00
3. Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Ösp frá Enni 7,78
4. Sara Sigurbjörnsdóttir og Lif frá Möðrufelli 7,72
5. Bylgja Gauksdóttir og Hera frá Auðsholtshjáleigu 7,33 (sigr. B-úrsl.)
6. Erla Guðný Gylfadóttir og Erpir frá Miðfossum 7,17
7. Torunn Hjelvik og Alur frá Lundum II 6,94
8. Helga Una Björnsdóttir og Hljómur frá Höfðabakka 6,89
9. Berglind Ragnarsdóttir og Frakkur frá Laugavöllum 6,78
10. Hrefna María Ómarsdóttir og Vaka frá Margrétarhofi 6,56
Heildarúrslit úr forkeppni verða birt inn á www.gustarar.is is á næstu dögum.