Frábær menntadagur

18. desember 2023

Á laugardaginn fór fram Menntadagur landsliðsins. Kennslusýningarnar voru skemmtilegar og fræðandi. Reiðhöllin var komin í jólabúning og stemningin eftir því góð. Aðalheiður Anna byrjaði daginn á því að fjalla um grunnþjálfun hesta, síðan tók Gústaf Ásgeir við og fjallaði um hliðarstjórn og hliðarjafnvægi. Á eftir honum kom Ragnhildur og vann hún með formið. Síðastur fyrir hlé var svo Sigurður og hann sýndi okkur hvernig hann sækir í rýmið.

Í hádeginu var boðið upp á sannkallaðan jólamat. Eftir hádegi var Þorsteini Björnssyni veitt viðurkenning sem reiðkennari ársins og samstarfssamningur við Hóla undirritaður.

Þá tók Elvar við og sagði okkur frá vegferð óvissunnar og hvernig hann þjálfaði Fjalladís til stórafreka á heimsmeistaramótinu. Á eftir honum kom Sara en hún fjallaði um það að hafa trú á verkefninu, lokaspretturinn og þær þjálfunaraðferðir sem hún notar.

Teitur sýndi okkur svo hvernig má byggja undir full afköst á skeiði og að lokum kom Jóhanna Margrét og fjallaði um vinnuna sem liggur að baki heimsmeistaratitil í tölti.

Á eftir hverri sýningu var orðið laust og það var virkilega ánægjulegt hversu margir lögðu fram spurningar. Heilt á litið var þetta afskaplega fræðandi og skemmtilegur dagur, góð hvíld frá jólaösinni og frábært innlegg inn í komandi tímabi