Frá Kjörbréfanefnd LH

04. nóvember 2014

Frá Kjörbréfanefnd LH

Laugardaginn 8. nóvember n.k. verður þingfundi 59. landsþings Landssambands hestamannafélaga  fram haldið þar sem kjörin verður ný stjórn og varastjórn sambandsins. Fundarstaður verður E-salur á þriðju hæð í húsakynnum ÍSÍ og LH að Engjavegi 6, Reykjavík. Á framhaldsfundinn gilda sömu kjörbréf og á fyrrihluta þingsins sem fram fór á Selfossi 17 – 18. október s.l.

Kjörbréfanefnd vekur athygli á kafla 1.2.3 um Atkvæðisrétt á landsþingi en þar segir eftirfarandi:

„Á landsþinginu hafa fulltrúar einir atkvæðisrétt. Hver fulltrúi hefur aðeins eitt atkvæði.

Þegar langt eða dýrt er að sækja þingið eða annar fulltrúi veikist eða forfallast á síðustu stundu frá að sækja þingið, getur landsþingið heimilað að fulltrúi fari með fleiri en eitt atkvæði, en aðeins með atkvæði þess félags sem hann er fulltrúi fyrir. Þó gildir þessi undanþága ekki um fulltrúa þeirra félaga, sem eiga heima þar sem þingið er háð. Umboðið, sem jafnframt er beiðni til þingsins um að fulltrúi megi fara með fleiri en eitt atkvæði, verður að vera skriflegt og vera frá stjórn hlutaðeigandi sambandsaðila.

Enginn fulltrúi getur farið með fleiri en tvö atkvæði.“

Vegna aðstæðna, m.a. lengd þinghlés og breyttrar staðsetningar þingfundar, þá túlkar kjörbréfanefnd rétt fulltrúa til þingsetu líkt og um aukaþing sé að ræða (Lög LH, kafli 1.2.5 Aukaþing), en þar segir að kjósa megi nýjan fulltrúa í stað þess sem hættur er í viðkomandi félagi eða forfallast á annan hátt.

Kjörbréfanefnd beinir því til aðildarfélaganna að síðustu forvöð til að skila inn breytingum á kjörbréfum er á hádegi föstudaginn 7. nóvember n.k. og sendi þær á netfangið lh@lhhestar.is

Með kveðju,

Kjörbréfanefnd