Frá æskulýðsnefnd LH

05. október 2009
Fréttir
Æskulýðsnefnd LH stendur fyrir ráðstefnu fyrir æskulýðsfulltrúa á næstkomandi laugardag. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar eru fræðslumál og öryggismál. Hverju hestamannafélagi er boðið að senda að lágmarki 2 fulltrúa á ráðstefnuna. Nú virðist vera að lítill áhugi er hjá félögunum ef miðað er við þær skráningar sem komnar eru. Af 49 félögum innan raða LH hafa einungis 16 félög skráð fulltrúa sinn á ráðstefnuna.  Þetta er langt frá vonum nefndarinnar og stjórnar LH og í ljósi aðstæðna í samfélaginu töldum við að fyrir þessu yrði áhugi, að fá hugmyndir, stuðning og hvatningu frá hinum félögunum fyrir vetrarstarfið sem framundan er, þar sem þarf að horfa í hverja krónu. Æskulýðsnefnd LH stendur fyrir ráðstefnu fyrir æskulýðsfulltrúa á næstkomandi laugardag. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar eru fræðslumál og öryggismál. Hverju hestamannafélagi er boðið að senda að lágmarki 2 fulltrúa á ráðstefnuna. Nú virðist vera að lítill áhugi er hjá félögunum ef miðað er við þær skráningar sem komnar eru. Af 49 félögum innan raða LH hafa einungis 16 félög skráð fulltrúa sinn á ráðstefnuna.  Þetta er langt frá vonum nefndarinnar og stjórnar LH og í ljósi aðstæðna í samfélaginu töldum við að fyrir þessu yrði áhugi, að fá hugmyndir, stuðning og hvatningu frá hinum félögunum fyrir vetrarstarfið sem framundan er, þar sem þarf að horfa í hverja krónu.

Síðastliðinn vetur boðaði nefndin til fundaherferðar en sökum lélegrar mætingar var henni aflýst. Það verða okkur afar mikil vonbrigði ef við þurfum einnig að aflýsa ráðstefnu um æskulýðsmál sökum lélegrar þátttöku. Æskulýðsfulltrúar og aðrir sem áhuga hafa á æskulýðsmálum, við hvetjum ykkur til að mæta. Tekið er við skráningum í dag og fyrir hádegi á morgun á skrifstofu LH í síma 5144030.

 

 

 

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga