Forsala hafin á STÓÐHESTAVEISLU 2010

23. mars 2010
Fréttir
Forsala aðgöngumiða á STÓÐHESTAVEISLU 2010 hófst í morgun, en sýningin fer fram í Rangárhöllinni á Hellu laugardaginn 3. apríl nk. kl. 14. Forsalan fer fram í Ástund í Reykjavík, Baldvin og Þorvaldi á Selfossi og verslun Fóðurblöndunnar á Hvolsvelli. Forsala aðgöngumiða á STÓÐHESTAVEISLU 2010 hófst í morgun, en sýningin fer fram í Rangárhöllinni á Hellu laugardaginn 3. apríl nk. kl. 14. Forsalan fer fram í Ástund í Reykjavík, Baldvin og Þorvaldi á Selfossi og verslun Fóðurblöndunnar á Hvolsvelli. Miðaverð er kr. 3.000 og er innifalið í því veglegt stóðhestablað þar sem allir hestarnir á sýningunni eru kynntir ásamt mörgum fleirum. Alls munu 28 hestar koma fram á sýningunni, blanda af yngri og eldri hestum, þar af sumir með afkvæmum. Einnig mun sérstakur heiðurshestur koma fram og verður hann kynntur til leiks síðar í vikunni, en þar er um stórkanónu að ræða!
Í fyrra var uppselt á sýninguna í forsölu og stefnir í að svo verði einnig í ár enda mikil stemming fyrir veislunni. Því er rétt að benda áhugasömu hrossaræktarfólki að tryggja sér miða í tíma svo það missi ekki af páskaveislu í Rangárhöllinni.
 
Þeir hestar sem koma fram á sýningunni eru:
Arður frá Brautarholti
Aron frá Strandarhöfði
Álfur frá Selfossi
Álmur frá Skjálg
Bjarkar frá Blesastöðum
Bruni frá Skjólbrekku
Borði frá Fellskoti
Fláki frá Blesastöðum
Frosti frá Efri-Rauðalæk
Fursti frá Stóra-Hofi
Gangster frá Sperðli
Glymur frá Flekkudal
Héðinn frá Feti
Hruni frá Breiðumörk
Húmvar frá Hamrahóli
Ketill frá Kvistum
Klængur frá Skálakoti
Máttur frá Leirubakka
Mídas frá Kaldbak
Ómur frá Kvistum
Óskar frá Blesastöðum
Rammi frá Búlandi
Spói frá Hrólfsstaðahelli
Stígandi frá Stóra-Hofi
Styrkur frá Votmúla
Vígar frá Skarði
Þokki frá Hofi 1
Þytur frá Neðra-Seli