Foringjareið á Skógarhólum

25. maí 2021
Fréttir

Annan á hvítasunnu var glatt á hjalla á Skógarhólum þar sem formenn Hestamannafélaga og Stjórn LH leiddu saman hesta sína og riðu frá Skógarhólum í gegnum þjóðgarðinn að Hrauntúni og Skógarkoti og svo upp í gegnum Stekkjagjá og aftur að Skógarhólum.

Þeir sem mættu voru:

Guðni Halldórsson formaður LH
Eggert Hjartarsson stjórnarmaður í LH og staðarhaldari á Skógarhólum
Gréta V Guðmundsdóttir stjórnarmaður LH
Hákon Hákonarson stjórnarmaður LH
Sigríður Magnea Björnsdóttir formaður Sleipnis
Ólafur Flosason formaður Borgfirðings
Sverrir Einarsson formaður Spretts
Atli Már Ingólfsson formaður Sörla
Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður Harðar
Birgir Leó Ólafsson formaður Trausta
Halla Sif Guðmundsdóttir formaður Þráins
Stefán Jónsson Formaður Háfeta

Einar Á E Sæmundsen þjóðgarðsvörður ávarpaði hópinn í byrjun reiðar. 

Gætt var á dýrindis lambafille sem starfsmenn LH grilluðu listilega enda miklir meistarakokkar.

Veðrið var eins og pantað, hestakosturinn frábær og félagsskapurinn skemmtilegur.

Segja menn að spjall á hestbaki, á áningastöðunum og í grillinu hafi skilað meira en nokkur fundur við fundarborð eða tölvuskjá enda allir í því umhverfi sem þeim líður best í.
Þetta var frábær samvera og vonandi eigum við eftir að gera meira af þessu og hrista enn betur saman þennan magnaða hóp foringja og forkólfa hestamanna.