Formannafundur og uppskeruhátíð hestamanna

Frá Uppskeruhátíð hestamanna
Frá Uppskeruhátíð hestamanna

Formannafundur LH verður haldinn föstudaginn 6. nóvember í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Formlegt fundarboð verður sent út í haust og endanleg dagskrá kynnt í síðasta lagi tveimur vikum fyrir fundinn. Rétt til setu á fundinum eiga allir formenn aðildarfélaga LH, stjórn og varastjórn LH og formenn nefnda LH, Gæðingadómarafélagsins og Íþróttadómarafélagsins.

Uppskeruhátíð hestamanna verður síðan haldinn laugardaginn 7. nóvember í Gullhömrum í Grafarholti. Það verður mikið fjör að vanda, svo takið daginn strax frá.